Breska ríkisstjórnin styður það að sett verði bann við því að leikir í enska boltanum verði leiknir erlendis.
Í umræðunni hefur verið sá möguleiki að spila vissa leiki utan Englands til að fá inn auknar tekjur og auka áhuga á heimsvísu.
Í umræðunni hefur verið sá möguleiki að spila vissa leiki utan Englands til að fá inn auknar tekjur og auka áhuga á heimsvísu.
Tom Werner, stjórnarformaður Liverpool, sagði í fyrra að hann vildi sjá leiki í ensku úrvalsdeildinni spilaða í New York, Tókýó, Los Angeles, Ríad og Rio de Janeiro.
Guardian segir að breska ríkisstjórnin hyggist koma með lagafrumvarp sem myndi banna það að leikir yrðu spilaðir í öðru landi.
Forráðamenn La Liga á Spáni og ítölsku A-deildarinnar hafa talað um að spila valda leiki erlendis.
Athugasemdir