
„Það er sorlegt að sjá okkur tapa fjórum leikjum í röð. Við komum hingað til að sigra. Við vorum fullvissar um að ef við hefðum náð að framkvæma okkar áætlun sem við æfðum og vitum að við getum þá myndum við fara héðan með sigur í farteskinu. Við mættum einfaldlega ekki til leiks í fyrri hálfleik og fengum á okkur tvö mörk snemma og förum þannig til hálfleiks„
„Við vissum að við þyrftum að breyta skipulaginu og við reyndum en því miður tókst okkur ekki að skora mörkin sem þurftu til að vinna leikinn og það er glatað„"
Lestu um leikinn: Fram 2 - 0 FHL
Aida Kardovic gékk til liðs við FHL fyrir þetta tímabil. Hún bar höfuð og herðar yfir aðra leikmenn FHL í dag.
Hún sýndi flotta takta á miðjunni og tók eina Zidane hreyfingu þar sem hún lék á tvær á sama tíma.
FHL hefur byrjað tímabilið á þremur útileikjum í fyrstu fjórum umferðum en nú mun FHL spila fjóra heimaleiki næstu sex umferðir framundan.
Það er ljóst að liðið þarf að sækja stig á heimavelli ef það ætlar sér að halda áfram veru sinni í Bestu deild kvenna.
Athugasemdir