
„Ég er sár og svekktur með að tapa leiknum. Ég er ánægður með Völsungs liðið í dag,'' segir Aðalsteinn Jóhann Friðriksson, þjáflari Völsungs, eftir 1-0 tap gegn ÍR í fyrstu umferð Lengjudeildarinnar.
Lestu um leikinn: ÍR 1 - 0 Völsungur
ÍR leit betur út á blaði fyrir leikinn, en Vilhjálmur var ekki sammála því.
„Ég er mjög ósammála því, ég bjóst ekki við að ÍR myndi vinna þennan leik. Ég er ánægður með ógeðslega margt í leiknum og allt það, en ég er ógeðslega fúll með að tapa.''
Þér finnst alveg að liðið sem þú ert með hér í dag nái að halda sér upp í deildinni í ár?
„Já það er bara heimskuleg spurning. Við erum að fara keppa í hverjum einasta leik og ná í fullt af stigum,''
Völsungur er spáð í neðsta sæti frá fyrirliðum og þjálfurum Lengjudeildarinnar í ár.
„Mér finnst það bara mjög eðlilegt. Við erum lið sem var í 2. sæti í fyrra og komum frá minnsta staðnum og erum örugglega að spila flestum uppöldum,''
Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.