Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
   sun 29. júlí 2018 14:00
Brynjar Ingi Erluson
Shaqiri tókst ekki að heilla Gary Neville í gær
Gary Neville, sparkspekingur Sky Sports
Gary Neville, sparkspekingur Sky Sports
Mynd: Getty Images
Gary Neville, sparkspekingur á Sky Sports, var ekkert sérstaklega heillaður af frammistöðu Xherdan Shaqiri í fyrsta leik hans fyrir Liverpool í 4-1 sigrinum á Manchester United í gær.

Bræðurnir Gary og Phil Neville hafa áður rætt Shaqiri en þeir eru langt frá því að vera hrifnir af honum.

Þeir hafa áður sagt að hann sé latur og ófagmannlegur en þeir vitna þar í frammistöðu hans með Stoke á síðasta tímabili er liðið féll niður í ensku B-deildina.

Hann hafi lítinn áhuga á því að verjast og þrátt fyrir frábæra frammistöðu gegn United í gær þar sem hann lagði upp mark Daniel Sturridge og skoraði svo úr hjólhestaspyrnu.

Honum tókst ekki að heilla Gary Neville sem er enn fastur á sinni skoðun. Hann fékk mikil viðbrögð á Twitter og svaraði því.

„Ég vona að þið sendið mér skilaboð í hvert einasta skipti sem hann stendur á miðjunni og horfir á meðan það er verið að sækja á liðið ykkar," sagði Neville á Twitter.
Athugasemdir
banner
banner
banner