Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   þri 21. maí 2024 17:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Voru sammála um sex leikmenn er þeir völdu lið ársins
Gabriel og Saliba.
Gabriel og Saliba.
Mynd: Getty Images
Rodri.
Rodri.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Declan Rice.
Declan Rice.
Mynd: Getty Images
Phil Foden.
Phil Foden.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Martin Ödegaard.
Martin Ödegaard.
Mynd: Getty Images
Tímabilið í ensku úrvalsdeildinni var gert upp í Enski boltinn hlaðvarpinu í dag. Jón Kaldal, stuðningsmaður Arsenal, og Magnús Haukur Harðarson, stuðningsmaður Liverpool, voru gestir í þættinum.

Þeir fengu það verkefni fyrir þáttinn að velja sitt lið ársins eftir tímabilið. Fengu þeir frjálsar hendur í því.

Jón velur snillinginn Pep Guardiola sem stjóra ársins en í liðinu hans eru sjö leikmenn úr Arsenal sem endaði í öðru sæti deildarinnar. „Besta vörn deildarinnar er þarna meira og minna," sagði Jón en hann valdi Ben White, Gabriel og William Saliba úr Arsenal í vörnina og David Raya, markvörð Arsenal. Josko Gvardiol úr Manchester City er þá vinstri bakvörður liðsins.

Á miðjunni eru Martin Ödegaard og Declan Rice úr Arsenal, en þar er einnig Rodri sem var frábær fyrir Man City. Þá eru Phil Foden úr Man City, Bukayo Saka úr Arsenal og Alexander Isak úr Newcastle.



Magnús Haukur var með aðeins öðruvísi lið, en að hans mati var Unai Emery, stjóri Aston Villa, besti stjóri tímabilsins.

Hann setti Alisson úr Liverpool í markið, Ben White í hægri bakvörð og Saliba við hlið hans. Virgil van Dijk, miðvörður Liverpool, fær sæti í liðinu og Antonee Robinson, vinstri bakvörður Fulham, fær þar líka sæti en hann átti gott tímabil.

Magnús er með sömu miðju og Jón en langaði að setja Kevin de Bruyne þar inn. De Bruyne spilaði hins vegar bara 18 leiki. „Mér finnst ég ekki geta sleppt honum. Áhrifin sem hann hefur á þetta City lið eru rosaleg og kemur þeim að mínu mati yfir línuna," sagði Magnús Haukur.

Hann er þá með Cole Palmer úr Chelsea, Ollie Watkins úr Aston Villa og Phil Foden úr Man City í fremstu víglínu.



Þeir voru sem sagt báðir sammála um White, Saliba, Rodri, Rice, Ödegaard og Foden. Annað voru þeir ekki eins sammála með.

Tímabilið var frábær skemmtun og titilbarátta til enda. Núna er tímabilinu en það er ekki langt í næstu leiktíð.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér fyrir neðan.
Enski boltinn - Þegar partýið er búið
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner