Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki með Val í kvöld þegar liðið heimsækir HK í Kórinn. Þetta kemur fram á 433.is í dag.
433 ræddi við Arnar Grétarsson, þjálfara Vals, og sagði hann frá því að planið sé að Gylfi fari í myndatöku.
„Hann er allavega ekki með í kvöld væntanlega?" spurði Helgi Sigurðsson í viðtalinu.
„Nei, hann er ekki að starta (í byrjunarliðinu) í kvöld," sagði Arnar.
433 ræddi við Arnar Grétarsson, þjálfara Vals, og sagði hann frá því að planið sé að Gylfi fari í myndatöku.
„Hann er allavega ekki með í kvöld væntanlega?" spurði Helgi Sigurðsson í viðtalinu.
„Nei, hann er ekki að starta (í byrjunarliðinu) í kvöld," sagði Arnar.
Gylfi er að glíma við meiðsli í baki. Hann æfði lítið fyrir leikinn gegn Breiðabliki, spilaði svo gegn KA en var ekki í hópnum gegn Aftureldingu á föstudag.
Gylfi hefur skorað þrjú mörk og lagt upp tvö í Bestu deildinni í sumar. Leikur HK og Vals hefst klukkan 19:15 og verður í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.
Athugasemdir