Chelsea hefur áhuga á Openda - Arsenal vill Onana - Chelsea hafnar tilboði Atletico
   þri 21. maí 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir að Sölvi sé fæddur til að vera á hliðarlínunni
Sölvi Geir Ottesen.
Sölvi Geir Ottesen.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, sneri aftur á hliðarlínuna í gær þegar Víkingur vann 1-4 sigur gegn Vestra í Bestu deildinni.

Arnar var í leikbanni þegar Víkingar unnu 2-0 sigur gegn FH í umferðinni á undan og þurfti að horfa á þann leik í stúkunni.

„Það er meira stressandi. Þú getur lítil áhrif haft og það er svo svakalega gott útsýni að þú sérð öll litlu mistökin sem þú vilt geta gripið inn í með," sagði Arnar í viðtali eftir leikinn gegn Vestra.

Sölvi Geir Ottesen, aðstoðarþjálfari Víkinga, stýrði liðinu gegn FH og gerði það vel.

„Allt mitt aðstoðarteymi er alveg geggjað. Þeir greina andstæðingana mjög vel. Sölvi er svo bara fæddur til að vera þarna á hliðarlínunni, rólegur og yfirvegaður," sagði Arnar.

„Þeir stóðu sig hrikalega vel."

Víkingur er á toppnum í Bestu deildinni með 18 stig eftir sjö leiki. Eina tap liðsins til þessa kom gegn HK.
Arnar: Einn sá besti en De Bruyne og Foden spila ekki alla leiki
Athugasemdir
banner