Chelsea hefur áhuga á Openda - Arsenal vill Onana - Chelsea hafnar tilboði Atletico
   þri 21. maí 2024 15:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir að Slot sé gáfaðari en Ten Hag
Arne Slot.
Arne Slot.
Mynd: EPA
Arne Slot mun þann 1. júní taka formlega við Liverpool af Jurgen Klopp. Slot skrifar undir þriggja ára samning við félagið.

Núna þegar Slot er að mæta í enska boltann, þá er mikið talað um Erik ten Hag í sömu setningu. Það er margt svipað með þeim; báðir stóðu þeir sig vel í Hollandi og eru núna hjá stóru félagi á Englandi.

Jan Ophof, sem vann með Slot snemma á hans ferli, segir að það sé hins vegar mikill munur á honum og Ten Hag.

„Arne er gáfaðari en Ten Hag. Hann er öðruvísi," segir Ophof við Yahoo Sports.

Slot hefur gert frábæra hluti með Feyenoord síðustu ár. Á síðasta ári varð liðið hollenskur deildarmeistari og árið á undan komst það í úrslit Sambandsdeildar Evrópu. Tvisvar hefur hann verið valinn þjálfari ársins í Hollandi.

Slot kvaddi Feyenoord með því að vinna hollenska bikarinn en nú tekur stærra verkefni við enda ansi stór fótspor sem hann þarf að fylla í hjá Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner
banner