Chelsea hefur áhuga á Openda - Arsenal vill Onana - Chelsea hafnar tilboði Atletico
Fagnaði langþráðum sigri ÍA gegn KR - „Fékk afbrigði af Covid sem enginn hefur fengið"
Ingvar Jóns skilur ekkert: Hugsaði aldrei að hann myndi dæma víti
Arnar Gunnlaugs fámáll - „Umræðan um Víking er orðin fáranleg“
Arnar Grétars: Mér fannst við miklu betri í dag
Gylfi: Ingvar reyndi að taka mig á taugum
Þorsteinn Aron: Ömurlegir í fyrri og alvöru karakter að koma til baka
Viktor Jóns: Loksins að sýna hvað ég get
Rúnar Kristins: Auðveldara að sækja gegn vindinum en með
Jón Þór: Fyllilega verðskuldað og rúmlega það
Emil Atla: Ánægður með árásargirnina hjá okkar liði
Heimir: Varnarleikur liðsins er bara ekki nógu góður
Jökull: Hann tók þetta í sínar eigin hendur
Ómar Ingi: Við þurftum að fara út og gera bara eitthvað
Gregg Ryder: Ég þigg þá hjálp sem Óskar hefur að bjóða
Ólafur Kristófer átti nokkrar úrslitavörslur: Gekk vel hjá mér í dag
Davíð segir sterku röddina oft vera ástæðuna fyrir spjöldum
Rúnar Páll: Settum þetta upp eins og úrslitaleik
Gunnar: Engin skömm að tapa fyrir Val
Pétur Péturs: Ósáttur með fyrri hálfleikinn
„Farin að sýna okkur það sem ég hef vitað að hún hefur getað síðan hún var 14 ára”
   þri 21. maí 2024 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í Mjólkurbikarnum: Lét Ryder heyra það eftir leik
Óli Valur fékk verðlaun fyrir að vera besti leikmaður 16-liða úrslita Mjólkurbikarsins.
Óli Valur fékk verðlaun fyrir að vera besti leikmaður 16-liða úrslita Mjólkurbikarsins.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stjarnan hefur verið á góðu róli að undanförnu.
Stjarnan hefur verið á góðu róli að undanförnu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Skorar og leggur upp í hægri bakverði. Frábær varnarlega sem sóknarlega og átti nánast fullkomin leik fyrir hægri bakvörð. Án efa besti maður vallarins í kvöld hann Óli Valur," skrifaði Sölvi Haraldsson í skýrslu sinni frá mögnuðum leik Stjörnunnar og KR í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Óli Valur Ómarsson var besti maður vallarins og hann var einnig besti leikmaður 16-liða úrslitanna í bikarnum.

„Mér fannst við spila virkilega vel og við áttum mjög góðan leik allir," sagði Óli Valur við Fótbolta.net í dag. „Það var dálítið pirrandi að fá svona mörg mörk á okkur en það var virkilega gaman samt sem áður að spila í svona skemmtilegum leik."

Óli Valur skoraði bæði og lagði upp í leiknum, og var skiljanlega sáttur með frammistöðu sína.

„Jú, mér fannst ég spila mjög solid. Mér fannst ég standa mig vel varnar- og sóknarlega. Ég myndi halda að þetta hafi verið minn besti leikur í sumar."

Stjarnan tapaði gegn KR í byrjun tímabilsins í deildinni en það var hiti í bikarleiknum í Garðabænum í síðustu viku. Fram kom í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardag að Óli Valur og Gregg Ryder, þjálfari KR, hefðu látið hvorn annan heyra það.

„Það var smá hiti í honum þarna og ég lét hann aðeins heyra það eftir leik. Ég viðurkenni það," sagði Óli Valur en það var gaman fyrir Stjörnuna að ná fram hefndum gegn KR.

„Alveg klárlega. Við ætluðum að gera betur en seinast og það gekk upp. Það var virkilega sætt."

Óli Valur sneri aftur heim rétt fyrir tímabil eftir að hafa spilað með Sirius í Svíþjóð. „Það er helvíti góð stemning með öllum strákunum. Það er bara geggjað. Mínir bestu vinir eru allir þarna og ég held að það sjáist á vellinum. Það er allt skemmtilegt þarna."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
Útvarpsþátturinn - Hvítasunnuhringborðið
Athugasemdir
banner
banner
banner