Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
Vill breyta fyrirkomulaginu - „Höfum þetta eins og Bestu deildina“
Dragan brjálaður: Fokking pirrandi
„Við þurfum að hækka rána í frammistöðunni okkar“
Gunnar: Súrt að tapa á svona skítamarki
Chris Brazell: Ég er alls ekki aðal maðurinn á bakvið þennan sigur
Magnús Már: Það hellirignir
Haraldur Freyr: Við sigldum þessu heim
Elvis: Skotland öðruvísi en Vestmannaeyjar
Þjálfari St. Mirren: Fyrsti leikurinn á tímabilinu
Gummi Kristjáns: Við viljum bara meira
Haraldur Árni: Ég veit ekkert hvað hann er að gera hérna í dag
„Mér var bara orðið illt í maganum þegar þeir voru að taka þessar aukaspyrnur í kringum teiginn“
Árni: Gott fyrir klúbbinn að taka Breiðholtsslaginn
Jökull Elísabetar: Glórulaust en þýðir ekkert að væla yfir því
Dóri Árna: Það er eitt að sjá þá á videoum og annað að máta sig gegn þeim
Gunnar Heiðar í banni í Þjóðhátíðarleiknum: Fyrsta rauða spjaldið mitt á ævinni
Óli Hrannar: Við þurfum að spýta í lófana til þess að geta farið að sækja sigra aftur
Venni: Held það sé hræðilegt að tippa á þessa deild
Höskuldur: Ætlum okkur að kasta öllu fram til þess að fara áfram
Arnar Gunnlaugs: Verður bara að reyna að krafla þig úr þessari holu
   þri 21. maí 2024 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í Mjólkurbikarnum: Lét Ryder heyra það eftir leik
Óli Valur fékk verðlaun fyrir að vera besti leikmaður 16-liða úrslita Mjólkurbikarsins.
Óli Valur fékk verðlaun fyrir að vera besti leikmaður 16-liða úrslita Mjólkurbikarsins.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stjarnan hefur verið á góðu róli að undanförnu.
Stjarnan hefur verið á góðu róli að undanförnu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Skorar og leggur upp í hægri bakverði. Frábær varnarlega sem sóknarlega og átti nánast fullkomin leik fyrir hægri bakvörð. Án efa besti maður vallarins í kvöld hann Óli Valur," skrifaði Sölvi Haraldsson í skýrslu sinni frá mögnuðum leik Stjörnunnar og KR í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Óli Valur Ómarsson var besti maður vallarins og hann var einnig besti leikmaður 16-liða úrslitanna í bikarnum.

„Mér fannst við spila virkilega vel og við áttum mjög góðan leik allir," sagði Óli Valur við Fótbolta.net í dag. „Það var dálítið pirrandi að fá svona mörg mörk á okkur en það var virkilega gaman samt sem áður að spila í svona skemmtilegum leik."

Óli Valur skoraði bæði og lagði upp í leiknum, og var skiljanlega sáttur með frammistöðu sína.

„Jú, mér fannst ég spila mjög solid. Mér fannst ég standa mig vel varnar- og sóknarlega. Ég myndi halda að þetta hafi verið minn besti leikur í sumar."

Stjarnan tapaði gegn KR í byrjun tímabilsins í deildinni en það var hiti í bikarleiknum í Garðabænum í síðustu viku. Fram kom í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardag að Óli Valur og Gregg Ryder, þjálfari KR, hefðu látið hvorn annan heyra það.

„Það var smá hiti í honum þarna og ég lét hann aðeins heyra það eftir leik. Ég viðurkenni það," sagði Óli Valur en það var gaman fyrir Stjörnuna að ná fram hefndum gegn KR.

„Alveg klárlega. Við ætluðum að gera betur en seinast og það gekk upp. Það var virkilega sætt."

Óli Valur sneri aftur heim rétt fyrir tímabil eftir að hafa spilað með Sirius í Svíþjóð. „Það er helvíti góð stemning með öllum strákunum. Það er bara geggjað. Mínir bestu vinir eru allir þarna og ég held að það sjáist á vellinum. Það er allt skemmtilegt þarna."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
Útvarpsþátturinn - Hvítasunnuhringborðið
Athugasemdir
banner
banner