Chelsea hefur áhuga á Openda - Arsenal vill Onana - Chelsea hafnar tilboði Atletico
   þri 21. maí 2024 14:30
Elvar Geir Magnússon
Íslenski hópurinn fyrir leikina gegn Englandi og Hollandi opinberaður á morgun
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á morgun mun Age Hareide landsliðsþjálfari Íslands opinbera landsliðshópinn fyrir komandi verkefni, vináttulandsleikina gegn Englandi og Hollandi.

Ísland spilar við England á Wembley í Lundúnum þann 7. júní og Holland á De Kuip í Rotterdam þann 10. júní.

England og Holland eru í lokaundirbúningi sínum fyrir Evrópumótið í Þýskalandi og spennandi leikir framundan.

Eftir að hópurinn hefur verið opinberaður mun Hareide, sem er staddur í Noregi, svara spurningum fjölmiðlamanna í gegnum fjarfundarbúnað.

Þar verður hann meðal annars spurður út í leit að nýjum aðstoðarþjálfara en Jóhannes Karl Guðjónsson lét af störfum nýlega til að taka við AB í Danmörku.

Athugasemdir
banner
banner
banner