Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
   þri 21. maí 2024 14:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Álaborg í viðræðum við Grindavík
Lengjudeildin
Mynd: Grindavík
Danska félagið Álaborg er í viðræðum við Grindavík um að fá Grindvíkinginn Helga Hafstein Jóhannsson í sínar raðir.

Helgi Hafsteinn Jóhannsson er mikið efni, fæddur árið 2008. Hann er sóknarsinnaður miðjumaður sem kom við sögu í fjórum leikjum með Grindavík í Lengjubikarnum í vetur.

Álaborg hefur lengi haft augastað á leikmanninum en hann fór á reynslu til félagsins í fyrra. Hann hefur verið í æfingahópum U15 landsliðsins og U16 að undanförnu.

Í september í fyrra skrifaði Helgi undir sinn fyrsta samning við Grindavík og er hann samningsbundinn félaginu út árið 2025.

„Það eru viðræður í gangi, það er mikill áhugi á honum frá Álaborg. Viðræðurnar eru bara á frumstigi, ekki komið neitt áleiðis, bara þreifingar," sagði Haukur Guðberg Einarsson við Fótbolta.net. Haukur er formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur.

Helgi Hafsteinn er sonur þeirra Jóhanns Helgasonar og Margrétar Kristínar Pétursdóttur. Jói Síla (frá Sílastöðum í Eyjafirði) er fyrrum leikmaður KA og Grindavíkur og Margrét Kristín er fyrrum leikmaður Grindavíkur og Fjölnis.

Álaborg er í dönsku B-deildinni en er á leið upp í deild þeirra bestu. U19 landsliðsmaðurinn Nóel Atli Arnórsson (2006) er leikmaður liðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner