Crystal Palace er að vinna í því að kaupa Chadi Riad, varnarmann Real Betis, sem myndi kosta rúmlega 10 milljónir punda auk ákvæða.
Þessi tvítugi leikmaður kom til Betis frá Barcelona síðasta sumar og lék 30 leiki á nýliðnu tímabili.
Riad er miðvörður og hefur leikið tvo landsleiki fyrir Marokkó.
Þessi tvítugi leikmaður kom til Betis frá Barcelona síðasta sumar og lék 30 leiki á nýliðnu tímabili.
Riad er miðvörður og hefur leikið tvo landsleiki fyrir Marokkó.
Marc Guehi varnarmaður Palace og enska landsliðsins heufr verið orðaður við önnur félög, þar á meðal Manchester United, og á tvö ár eftir af samningi sínum.
Palace kláraði tímabilið með glæsibrag, vann sex af síðustu sjö leikjunum. Palace endaði í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 49 stig.
Athugasemdir