Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 26. mars 2019 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Planið hjá Kára Árna að spila með Víkingi í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason, varnarmaður íslenska landsliðið, segir að planið hjá sér sé að spila með Víkingi R. í Pepsi Max-deildinni í sumar.

Kári ætlaði að spila með Víkingi síðasta sumar en þá kom upp tilboð frá tyrkneska félaginu Genclerbirligi. Hann samdi þar og hefur leikið þar undanfarið ár eða svo.

Í viðtali við Fótbolta.net eftir tapið gegn Frakklandi í gær var Kári spurður út Víking.

„Það er planið," sagði Kári spurður að því hvort hann myndi spila með Víkingi í sumar.

Félagaskiptaglugginn á Íslandi lokar 15. maí. Kári er ekki viss um að hann komist í Víking fyrir þann tíma. Ef það gengur ekki upp, þá kemur hann í júlí.

„Ég veit ekki hvort ég nái glugganum, það er ólíklegt. En maður veit ekki hvað gerist í fótbolta. Ég vona að gervigrasið hjá Víkingi verði betra en það sem við spiluðum á í Andorra," sagði Kári að lokum
Kári: Það er alltaf hægt að vera klár eftir á
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner