Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   mið 15. maí 2019 21:56
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Páll: Hlusta ekki á það helvítis kjaftæði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, segir að sigurleikurinn gegn Víkingi í kvöld hafi verið of taugatrekkjandi fyrir sig.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  4 Stjarnan

„Það voru óþarfa hjartatruflanir í lokin eftir að við komumst í 4-1. Víkingarnir gerðu feykivel í að koma aftur til baka. Það var samt algjört helvítis klúður hjá okkur að hleypa þeim í leikinn," sagði Rúnar.

„Víkingarnir eru með stórskemmtilegt lið og eru til alls líklegir. Mér leið ekkert sérstaklega vel."

Stjörnumenn skoruðu fjögur mörk í kvöld en sóknarleikur þeirra hefur fengið talsverða gangrýni í upphafi móts.

„Maður hlustar ekkert á það helvítis kjaftæði. Við getum alltaf skorað mörk. Í gegnum tíðina höfum við verið að vinna marga leiki naumt en svo koma af og til leikir sem við vinnum stórt. Það ýtir markatölunni upp og hefur ekkert breyst."

Rúnar Páll vildi hvorki játa né neita því að Valur hefði gert tilboð í Guðmund Stein.

„Það verða allir áfram hjá okkur. Við erum með góðan hóp og feykilega skemmtilegt lið. Það er enginn að fara frá okkur áður en glugginn lokar, og enginn að koma til okkar."

Sjáðu viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner