Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 14. ágúst 2019 19:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Forskotið orðið fjögur stig hjá Glódísi á toppnum
Leikið í Danmörku, Noregi og Svíþjóð
Glódís Perla Viggósdóttir.
Glódís Perla Viggósdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Matthías Vilhjálmsson.
Matthías Vilhjálmsson.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Sif Atladóttir.
Sif Atladóttir.
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
Kjartan Henry Finnbogason og hans félagar töpuðu.
Kjartan Henry Finnbogason og hans félagar töpuðu.
Mynd: Getty Images
Í norsku úrvalsdeildinni fóru fram þrír leikir í kvöld. Matthías Vilhjálmsson lék allan leikinn fyrir Vålerenga í 1-1 jafntefli gegn Stabæk á útivelli.

Valerenga er í sjötta sæti, en í áttunda sæti deildarinnar er Viking. Samúel Kári Friðjónsson, lánsmaður frá Vålerenga, var í leikbanni og lék ekki með Viking í 2-1 sigri gegn Sarpsborg.

Axel Óskar Andrésson er enn að glíma við meiðsli og var því ekki með Viking í dag.

Bodo/Glimt vann 2-1 útisigur gegn Kristiansund. Oliver Sigurjónsson var ekki í leikmannahópi Bodo/Glimt sem er á toppi deildarinnar eftir þennan sigur.

Manchester United vann nauman 1-0 sigur gegn Kristiansund í æfingaleik á dögunum.

Heil umferð í úrvalsdeildinni í Svíþjóð
Í úrvalsdeild kvenna í Svíþjóð fór fram heil umferð í kvöld. Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn í 3-0 sigri Rosengård á Bunkeflo. Rosengård er með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar og er á góðu skriði. Þær stefna á að endurheima titilinn eftir að hafa ekki unnið hann síðustu þrjár leiktíðir.

Hin 21 árs gamla Andrea Thorisson kom inn á hjá Bunkeflo á 77. mínútu. Bunkeflo er í næst neðsta sæti með fjögur stig.

Elísabet Gunnarsdóttir stýrði Kristianstad til 3-1 sigurs gegn Vaxjö. Sif Atladóttir lék allan leikinn, en Svava Rós Guðmundsdóttir var allan tímann á bekknum.

Kristianstad er með 22 stig í sjötta sæti, átta stigum á eftir toppliði Rosengård.

Þá spilaði Anna Rakel Pétursdóttir frá 35. mínútu í 2-1 tapi Linköping gegn botnliði Kungsbacka. Linköping, sem er í fimmta sæti, spilaði einum færri frá 30. mínútu eftir að rautt spjald fór á loft.

Það gengur lítið hjá Guðrúnu Arnardóttur og Ingibjörgu Sigurðardóttur í Djurgården. Þær töpuðu 4-2 gegn Eskilstuna og eru í tíunda sæti með níu stig. Ingibjörg lék allan leikinn í dag, en Guðrún var allan tímann á bekknum. Guðbjörg Gunnarsdóttir er ólétt og var því ekki með.

Kjartan Henry spilaði í tapi
Kjartan Henry Finnbogason var í byrjunarliði Vejle þegar liðið tapaði 1-0 Fredericia á heimavelli sínum í dönsku B-deildinni.

Eina mark leiksins skoraði Kristian Kirkegaard eftir 13 mínútna leik. Það dugði Fredericia til sigurs.

Svekkjandi tap fyrir Vejle sem er í sjöunda sæti deildarinnar með fjögur stig eftir fjóra leiki. Í fyrstu fjórum deildarleikjum tímabilsins hefur Kjartan skorað tvö mörk.
Athugasemdir
banner
banner