sun 25. ágúst 2019 22:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frakkland: Choupo-Moting steig upp í fjarveru Neymar
Chupo-Moting.
Chupo-Moting.
Mynd: Getty Images
Frönsku meistararnir í Paris Saint-Germain unnu 4-0 sigur á Toulouse í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Neymar var ekki með PSG í kvöld þar sem framtíð hans er í óvissu. Hann hefur ekki enn spilað með PSG á þessu tímabili, en bæði Real Madrid og Barcelona eru að reyna að kaupa hann.

Í fjarveru Neymar steig Eric Maxim Choupo-Moting, fyrrum framherji Stoke, upp og skoraði tvennu í 4-0 sigri. Marquinhos skoraði einnig og þá var annað markið í leiknum sjálfsmark.

PSG er með sex stig eftir þrjá leiki. Eftir fyrstu þrjár umferðirnar í Frakklandi er Mónakó í fallsæti með aðeins eitt stig. Fyrsta stigið kom í 2-2 jafntefli gegn Nimes í dag. Mónakó komst 2-0 yfir en henti forystunni frá sér.

Mónakó er í 19. sæti, en á botninum eru Rúnar Alex Rúnarsson og félagar hans í Dijon.
Athugasemdir
banner
banner