Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fim 12. september 2019 19:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Pochettino: Eriksen er ánægður hjá Tottenham
Samningur Christian Eriksen við Tottenham rennur út næsta sumar og hann var mikið orðaður við brottför frá félaginu núna í sumar en hann fór ekkert áður en félagaskiptaglugginn lokaði.

Mauricio Pochettino knattspyrnustjóri Tottenham segir Eriksen ánægðan hjá félaginu.

„Hann er mjög mikilvægur hlekkur í okkar liði, hann er ánægður og ef hann er heill heilsu þá spilar hann," sagði Pochettino.

Tottenham er í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með fimm stig, þeir taka á móti Crystal Palace í Lundúnaslag á laugardaginn.
Athugasemdir
banner