Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 15. september 2019 20:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Misstu tvo af velli með rautt á fyrsta hálftímanum
Fran Beltran.
Fran Beltran.
Mynd: Getty Images
Allir leikir dagsins í spænsku úrvalsdeildinni eru búnir. Granada fór á útivöll gegn Celta Vigo og tók þar stigin þrjú.

Celta lenti í því að missa tvo leikmenn af velli með rautt spjald á fyrsta hálftímanum. Hérna má sjá fyrra rauða spjaldið og hérna má sjá það seinna.

Granada nýtti sér liðsmuninn; 11 gegn níu. Leikurinn endaði með 2-0 sigri Granada sem fer upp í sjötta sætið með sjö stig. Celta er í 16. sæti með fjögur stig.

Betis og Getafe gerðu 1-1 jafntefli þar sem bæði mörkin komu af vítapunktinum, en Betis var einum færri frá 26. mínútu eftir að William Carvalho fékk rautt spjald.

Osasuna og Real Valladolid gerðu einnig 1-1 jafntefli, en þar fór ekkert rautt spjald á loft.

Betis 1 - 1 Getafe
0-1 Jaime Mata ('15 , víti)
1-1 Joaquin ('73 , víti)
Rautt spjald:William Carvalho, Betis ('26)

Celta 0 - 2 Granada CF
0-1 German Sanchez ('45 )
0-2 Yangel Herrera ('54 )
Rautt spjald: Jorge Saenz, Celta ('11), Fran Beltran, Celta ('29)

Valladolid 1 - 1 Osasuna
1-0 Pablo Hervias ('65 )
1-1 Robert Ibanez ('81 )

Sjá einnig:
Spánn: Sevilla vann Alaves - Endurkoma hjá Espanyol
Athugasemdir
banner
banner