Juve reynir við Kolo Muani og Zirkzee - Mateta orðaður við Spurs - Fundað um Maguire
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
banner
   fös 11. október 2019 22:19
Arnar Helgi Magnússon
Hannes Þór: Búum til úrslitaleik í Tyrklandi
Icelandair
Hannes ræðir við Ragga í kvöld.
Hannes ræðir við Ragga í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes Þór Halldórsson átti flottan dag í marki Íslands þegar heimsmeistarar Frakka komu í heimsókn á Laugardalsvöll í kvöld.

Olivier Giroud skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu en Hannes skutlaði sér í vitlaust horn.

„Ég er sáttur með frammistöðuna en grútsvekktur með úrslitin."

Lestu um leikinn: Ísland 0 -  1 Frakkland

„Varnarlega var þetta að halda mjög vel og alveg fram að vítaspyrnunni. Þeir fá engin færi í fyrri hálfleik og ekki fram að þessu víti. Mér fannst þessi leikur vera að þróast eins og þegar við höfum verið að vinna þessar stóru þjóðir á Laugardalsvelli."

„Það var góður neisti og kraftur í okkur þó svo að við höfum ekki verið að skapa okkur mikið. Við vorum að fá sénsa og hálfsénsa. Hlutirnir verða aðeins að falla með manni ef maður ætlar að vinna heimsmeistarana og því miður gerðu þeir það ekki."

Ísland leikur gegn Andorra hér á Laugardalsvelli á mánudagskvöld. Þrír leikir eru eftir í riðlinum.

„Ef að Frakkarnir vinna sinn leik gegn Tyrkjum þá búum við til úrslitaleik í Tyrklandi með því að vinna Andorra. Við þurfum að vinna á mánudag og fara svo að gíra okkur upp í svakalegan slag í nóvember, við höfum unnið þar áður," sagði Hannes að lokum.
Athugasemdir