Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   fös 11. október 2019 22:19
Arnar Helgi Magnússon
Hannes Þór: Búum til úrslitaleik í Tyrklandi
Icelandair
Hannes ræðir við Ragga í kvöld.
Hannes ræðir við Ragga í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes Þór Halldórsson átti flottan dag í marki Íslands þegar heimsmeistarar Frakka komu í heimsókn á Laugardalsvöll í kvöld.

Olivier Giroud skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu en Hannes skutlaði sér í vitlaust horn.

„Ég er sáttur með frammistöðuna en grútsvekktur með úrslitin."

Lestu um leikinn: Ísland 0 -  1 Frakkland

„Varnarlega var þetta að halda mjög vel og alveg fram að vítaspyrnunni. Þeir fá engin færi í fyrri hálfleik og ekki fram að þessu víti. Mér fannst þessi leikur vera að þróast eins og þegar við höfum verið að vinna þessar stóru þjóðir á Laugardalsvelli."

„Það var góður neisti og kraftur í okkur þó svo að við höfum ekki verið að skapa okkur mikið. Við vorum að fá sénsa og hálfsénsa. Hlutirnir verða aðeins að falla með manni ef maður ætlar að vinna heimsmeistarana og því miður gerðu þeir það ekki."

Ísland leikur gegn Andorra hér á Laugardalsvelli á mánudagskvöld. Þrír leikir eru eftir í riðlinum.

„Ef að Frakkarnir vinna sinn leik gegn Tyrkjum þá búum við til úrslitaleik í Tyrklandi með því að vinna Andorra. Við þurfum að vinna á mánudag og fara svo að gíra okkur upp í svakalegan slag í nóvember, við höfum unnið þar áður," sagði Hannes að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner