Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   fim 17. október 2019 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rashford hvetur fólk til að fylla í skókassa og hjálpa heimilislausum
Marcus Rashford, framherji Manchester United, hefur í samstarfi við verslunarkeðjuna Selfridges byrjað með herferðina 'In-the-Box Christmas Campaign'.

Markmiðið er að aðstoða heimilislaust fólk um jólin.

„Ég er ótrúlega stoltur af því hvaðan ég er, ég elska þessa borg og ég kann að meta allan þann stuðning sem ég hef fengið frá borginni í gegnum árin. Þetta er tækifæri mitt til að hjálpa þeim sem minna mega sín," segir Rashford.

Almenningur er hvattur til að fylla skókassa af nauðsynjavörum. Kössunum verður síðan dreift til heimilislausra aðila um jólin.

Nánar má lesa um málið hérna.


Athugasemdir
banner
banner