Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   þri 10. desember 2019 22:04
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin: Ajax og Inter úr leik
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Úrslit kvöldsins eru ráðin í Meistaradeild Evrópu og er ljóst að stórlið Inter og Ajax eru dottin úr leik. Þau enda í 3. sæti sinna riðla og munu því fara beint í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar í vor.

F-riðill:
Inter tapaði fyrir hálfgerðu varaliði Barcelona er liðin mættust á San Siro. Leikurinn var opinn og jafn þar sem liðin skiptust á að eiga færi.

Carles Perez kom Barca yfir í fyrri hálfleik og jafnaði Romelu Lukaku fyrir leikhlé. Luis Suarez og Ansu Fati komu inn af bekk gestanna í síðari hálfleik og sáu þeir um að gera sigurmarkið.

Fati gaf þá boltann á Suarez sem lagði hann aftur á Fati og lét ungstirnið vaða með skoti utan teigs sem small í stöngina og fór inn.

Inter tókst ekki að svara í uppbótartímanum og endar í 3. sæti riðilsins eftir 2-1 sigur Borussia Dortmund á heimavelli gegn spræku liði Slavia Prag.

Jadon Sancho skoraði og lagði upp í sigrinum en gestirnir komust nálægt því að skora og voru manni fleiri síðustu 25 mínúturnar. Inn vildi boltinn þó ekki.

Inter 1 - 2 Barcelona
0-1 Carles Perez ('23)
1-1 Romelu Lukaku ('44)
1-2 Ansu Fati ('87)

Dortmund 2 - 1 Slavia Prag
1-0 Jadon Sancho ('10)
1-1 Tomas Soucek ('43)
2-1 Julian Brandt ('61)
Rautt spjald: Julian Weigl, Dortmund ('77)



H-riðill:
Chelsea tryggði sig þá upp úr H-riðli með sigri á heimavelli gegn Lille, sem hvíldi marga lykilmenn.

Tammy Abraham og Cesar Azpilicueta gerðu mörk heimamanna í fyrri hálfleik í fyllilega verðskulduðum sigri.

Loic Remy minnkaði muninn fyrir gestina á 78. mínútu en hann var að spila á Stamford Bridge í fyrsta sinn síðan hann var leystur undan samningi hjá Chelsea í september 2017.

Nær komst Lille ekki og endar liðið með eitt stig eftir riðlakeppnina. Það sem kemur á óvart er að Ajax er dottið úr leik eftir tap á heimavelli gegn Valencia.

Rodrigo Moreno skoraði fyrir gestina á 24. mínútu og tókst Spánverjum að halda út þrátt fyrir mikinn sóknarþunga heimamanna.

Varnarleikur Valencia var gríðarlega öflugur og náði Ajax aðeins tveimur skotum á rammann í átján marktilraunum.

Ajax komst í undanúrslit Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð en þarf að sætta sig við Evrópudeildina í vor.

Valencia stendur því uppi sem sigurvegari riðilsins og endar Chelsea í öðru sæti.

Chelsea 2 - 1 Lille
1-0 Tammy Abraham ('19)
2-0 Cesar Azpilicueta ('35)
2-1 Loic Remy ('78)

Ajax 0 - 1 Valencia
0-1 Rodrigo Moreno ('24)
Rautt spjald: Gabriel Paulista, Valencia ('93)



G-riðill:
Að lokum réðust úrslitin einnig í G-riðli þar sem RB Leipzig fer upp ásamt Lyon eftir ótrúlega dramatíska lokaumferð.

Zenit frá Pétursborg nægði jafntefli til að tryggja sig upp úr riðlinum en liðið tapaði 3-0 á útivelli gegn Benfica. Portúgalarnir náðu þá um leið að hreppa þriðja sætið af Zenit og munu því taka þátt í Evrópudeildinni í haust.

Leipzig vinnur riðilinn eftir að hafa komist í 0-2 á útivelli gegn Lyon. Heimamenn náðu þó að vinna sig til baka og jafnaði Memphis Depay á 82. mínútu leiksins.

Stigið tryggði Lyon annað sæti riðilsins. Hefði liðið tapað þá hefði það endað jafnt Benfica og Zenit á stigum.

Lyon 2 - 2 RB Leipzig
0-1 Emil Forsberg ('9, víti)
0-2 Timo Werner ('33, víti)
1-2 Houssem Aouar ('50)
2-2 Memphis Depay ('82)

Benfica 3 - 0 Zenit
1-0 Franco Cervi ('47)
2-0 Pizzi ('58, víti)
3-0 Sardar Azmoun ('79, sjálfsmark)
Rautt spjald: Douglas Santos, Zenit ('56)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner