Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   þri 10. desember 2019 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Azpilicueta: Chelsea á heima í Meistaradeildinni
Mynd: Getty Images
Cesar Azpilicueta bar fyrirliðaband Chelsea og skoraði sjaldgæft mark í gríðarlega mikilvægum 2-1 sigri gegn Lille fyrr í kvöld.

Sigurinn tryggði Chelsea upp úr riðlinum sínum en Ajax og Lille eru dottin úr leik. Valencia náði toppsæti riðilsins með 0-1 sigri á útivelli gegn Ajax.

„Chelsea á heima í Meistaradeildinni. Við vitum að þetta var erfiður riðill - Ajax komst alla leið í undanúrslitin í fyrra en er núna dottið úr leik," sagði Azpilicueta.

„Þetta var sérstaklega erfiður riðill eftir tap í fyrstu umferð á heimavelli gegn Valencia. Núna erum við komnir í útsláttarkeppnina og þurfum að setja alla okkar einbeitingu á enska boltann þar til Meistaradeildin fer aftur af stað á næsta ári."

Tammy Abraham skoraði einnig í leiknum og hlakkar til að taka þátt í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn.

„Ég er ótrúlega spenntur fyrir næstu umferð, ég get ekki beðið eftir að spila," sagði Abraham.

„Ég er ánægður með markið, þetta snýst um að koma sér í vítateiginn og vona að boltinn berist til manns. Þarna var ég heppinn að vera réttur maður á réttum stað.

„Við áttum að klára þennan leik fyrr. Við byrjuðum mjög vel en náðum ekki að gera út um leikinn með öðru marki."

Athugasemdir
banner
banner
banner