Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   mið 02. ágúst 2006 07:55
Guðmundur Dagur Ólafsson
Fótboltinn minn: Logi Geirsson
Mynd: http://www.logi-geirsson.de
Mynd: http://www.logi-geirsson.de
Í hverri viku kemur þekktur einstaklingur úr þjóðfélaginu og segir okkur frá fótboltaferli sínum og svarar nokkrum spurningum um fótbolta. Í þessari viku er það handboltakappinn Logi Geirsson en hann leikur með Lemgo í Þýskalandi en hann er uppalinn FH-ingur. Hann er líka með mjög skemmtilega heimasíðu, Logi-Geirsson.de, sem við hvetjum ykkur til að kíkja á.

Hvernig var fótboltaferillinn þinn? Hann byrjaði mjög vel og var ég striker á sínum tíma í yngriflokkunum hjá FH. Svo fór maður að finna fyrir því að handboltinn var meira í blóðinu og ég valdi hann frekar. Það var samt tvísýnt á tímabili því Siggi Jóns þjálfari Mfl. FH á þeim tíma vildi endilega halda mér en ég tók þá ákvörðun að fara frekar til Lemgo og sé ekki eftir því.

Hvaða stöðu spilaðirðu? Ég var striker og þekktur fyrir það að þurfa bara alltaf að taka eina snertingu.

Fylgistu ennþá með fótboltanum í dag? Já, ég hef verið að bæta þann þáttinn hjá mér að vera meira inní því helsta sem er að gerast hjá félagsliðunum, því landsliðin eru klár.

Hvenær fórstu seinast á völlinn? Það var FH- Víkingur á Kaplakrikavelli í sumar.

Fylgdistu með HM í sumar? Já ég gerði það eins og held ég 95% þjóðarinnar.

Hvað var þitt lið þar? Króatía og Japan voru liðin mín en þau nenntu hvorug uppúr riðlinum þannig að ég horfði bara hlutlaus á keppnina.

Hvað er þitt lið erlendis? Bayern Munchen.

Hver er uppáhalds fótboltamaðurinn þinn í dag? Sverrir Garðarsson FH.

Áttu einhverja skemmtilega sögu af fótboltaferli þínum? Það er mér mjög minnisstætt þegar ég og Siggi Jóns buðum Baldi Bett og Gumma Sævars í 2 á 2 og unnum þá 20-1. Og einnig þegar Davíð Viðars ætlaði að tækla mig aftanfrá en ég tók Totti á þetta og lenti með takkana á bringunni á honum, (takk fyrir að mæta í Partýið). Annars eru þetta bara þessar venjulegu dæmisögur sem enginn nennir að heyra.
Athugasemdir
banner
banner
banner