Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 13. október 2006 16:55
Hafliði Breiðfjörð
Yfirlýsing frá Magna Fannberg fráfarandi þjálfara Grindavíkur
Magni Fannberg hættur hjá Grindavík
Magni þegar hann skrifaði undir samning við Grindavík fyrir ári síðan.
Magni þegar hann skrifaði undir samning við Grindavík fyrir ári síðan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magni Fannberg sem var aðstoðarþjálfari Grindavíkur í Landsbankadeildinni í sumar hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skrifa Gunnlaugs Hreinssonar formanns aðalstjórnar UMFG á vefsíðu félagsins í gær sem greint var frá hér á Fótbolta.net í dag. Í yfirlýsingu Magna kemur fram að hann sé hættur hjá félaginu. Yfirlýsingu Magna má sjá hér að neðan.


Yfirlýsing:

Vegna skrifa Gunnlaugs Hreinssonar á heimasíðu Ungmennafélags Grindavíkur vil ég taka það fram að ég hef staðið að fullu við samning sem var gerður á milli mín og Knattspyrnudeildar Grindavíkur í október 2005.

Ásakanir Gunnlaugs um það að ég hafi ekki sinnt afreksþjálfun hjá félaginu eru einfaldlega úr lausu lofti gripnar. Í samningi mínum við félagið var ekkert sem kvað á um að ég ætti að taka þátt í afreksstefnu félagsins.

Annað í skrifum Gunnlaugs segja meira um hann en nokkurn tímann þjálfara og Knattspyrnudeild Grindavíkur. Endurspeglar þetta ekki það góða starf sem menn hafa unnið í knattspyrnunni í Grindavík. Þar sem ég hef ákveðið að vera ekki áfram í Grindavík vil ég þakka mönnum þar fyrir samstarfið og óska þeim velfarnaðar á komandi tímabili.
Athugasemdir
banner
banner