Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 01. maí 2008 08:00
Hafliði Breiðfjörð
Spá Fótbolta.net í Landsbankadeild karla - 10. sæti
Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að Þróttur verði í 10. sæti Landsbankadeildarinnar í sumar og bjargi sér þar með frá falli. Sextán sérfræðingar spá í deildina fyrir okkur þetta árið en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig. Þróttur fékk 49 stig út úr þessu.



Sérfræðingarnir sem spáðu eru:
Atli Eðvaldsson fyrrverandi landsliðsþjálfari,  Benedikt Bóas Hinriksson blaðamaður á DV, Bjarni Jóhannsson þjálfari Stjörnunnar, Guðlaugur Baldursson þjálfari ÍR,  Henry Birgir Gunnarsson blaðamaður á Fréttablaðinu, Hörður Magnússon íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport, Jesper Tollefsen þjálfari Víkings,  Luka Kostic þjálfari U21 árs landsliðsins, Magni Fannberg þjálfari Fjarðabyggðar, Magnús Gylfason aðstoðarþjálfari U21 árs landsliðsins, Margrét Lára Viðarsdóttir Íþróttamaður ársins 2007, Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari Íslands, Pétur Pétursson aðstoðarlandsliðsþjálfari,  Valtýr Björn Valtýsson íþróttafréttamaður á RÚV, Víðir Sigurðsson blaðamaður á Morgunblaðinu, Þorlákur Árnason yfirþjálfari yngri flokka Stjörnunnar.

Hvað segir Guðlaugur?
Guðlaugur Baldursson er sérstakur álitsgjafi okkar um Landsbankadeild karla. Guðlaugur er þjálfari ÍR sem leikur í 2. deildinni og gerði liðið að Reykjavíkurmeisturum fyrr í vetur. Hann hefur áður þjálfað ÍBV í Landsbankadeildinni.

Hér að neðan má sjá álit Guðlaugs á Þrótti.

Um Þrótt:
Þróttarar hafa ekki misst marga leikmenn frá sér en hafa verið að bæta við sig töluvert af mönnum. Þeir eru búnir að fá til sín 8-9 leikmenn sem flestir gera tilkall til að vera í byrjunarliðinu. Það er eðlilegt þegar menn eru að koma upp úr deild að reyna að styrkja sig. Það er alltaf spurning hvernig gengur að púsla því svo saman. Mér finnst líklegt að þeir verði að berjast í neðri hluta deildarinnar.

Styrkleikar:
Þeirra helsti styrkur er stemmningin og umgjörðin í kringum liðið. Svo verður spurning hvernig menn eins og Sigmundur og fleiri öflugir leikmenn koma inn í þetta. Ef Hjörtur Hjartarson er í góðu standi þá á hann eftir að skila þeim nokkrum mörkum.

Veikleikar
Það eru töluverðar breytingar og nýir leikmenn að koma inn. Spurningin er hvort að liðið hefur næga breidd í leikmannahóp sínum til þess að standast álagið í efstu deild.

Gaman að fylgjast með
Það verður virkilega gaman að fylgjast með því hvort að strákar eins og Rafn Andri og Haukur Páll, nái að springa út í sumar. Þeir eru báðir gríðarlega efnilegir leikmenn.

Lykilmaður
Maðurinn með skemmtilega nafnið, Michael Jackson og Sigmundur Kristjánsson eru lykilmenn í Þróttarliðinu.


Þjálfarinn:
Gunnar Oddsson þjálfar lið Þróttar annað árið í röð en hann hafði tekið við liðinu fyrir síðustu leiktíð og kom þeim upp á sínu fyrsta ári er liðið endaði í öðru sæti 1. deildar.  Það var þriðja árið í röð sem hann kom liði upp um deild því tvö árin á undan hafði hann komið Reyni Sandgerði úr 3. deild í þá fyrstu. Gunnar þjálfaði Keflavík frá 1997-1999 ásamt Sigurði Björgvinssyni og þá tók hann við liðinu 15.ágúst 2000 og stýrði því út tímabilið.  Gunnar er einn af leikjahæstu mönnum Íslandsmótsins frá upphafi en hann lék á sínum tíma 305 leiki á Íslandsmótinu og spilaði hann lengst af með Keflavík eða 177 leiki. 
 
Líklegt byrjunarlið Þróttar í upphafi móts:



Völlurinn:
Þróttur hefur ákveðið að leika heimaleiki sína á heimavelli sínum, Valbjarnarvelli en ekki á Laugardalsvelli eins og undanfarin ár er þeir eru í efstu deild.  Til að það gæti gerst fengu þeir undanþágu fyrir keppnisleyfi frá KSÍ gegn því að koma upp lágmarks áhorfendaastöðu en fljótlega stefnir félagið að því að koma upp glæsilegum leikvangi þar sem nú er gervigrasvöllurinn í Laugardal.
.

Stuðningsmenn:
Meðal þekktra stuðningsmanna Þróttar eru: Jón Ólafsson tónlistarmaður, Tvíburarnir Gunnar og Ásmundur Helgasynir, Halldór Gylfason leikari og tónlistarmaður, Eyjólfur Kristjánsson poppari, Hlynur Áskelsson betur þekktur sem Ceres 4 úr hljómsveitinni Merzedes Club, Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi, Þorvaldur Davíð leikari og faðir hans Kristján Þorvaldsson fyrrverandi ritstjóri Séð og Heyrt.

 


Spáin
nr. Lið Stig
1
-
-
2
-
-
3
-
-
4
-
-
5
-
-
6
-
-
7
-
-
8
-
-
9
-
-
10
Þróttur
49
11 Fjölnir 48
12 Grindavík 24


Um félagið

Knattspyrnufélagið Þróttur
Stofnað 1949

Titlar:
Reykjavíkurmeistarar 1966 og 2002

Búningar:
Uhlsport

Aðalbúningur:
Röndótt rauð/hvít treyja, hvítar buxur, hvítir sokkar

Varabúningur:
Svört treyja, svartar buxur, svartir sokkar

Opinber vefsíða:
Trottur.is



Komnir og farnir
Nýjir frá síðasta sumri:
Sigmundur Kristjánsson frá KR
Dennis Danry frá Herfolge
Kristján Ómar Björnsson frá Haukum
Jens Elvar Sævarsson úr Fylki
Bjarki Freyr Guðmundsson frá Keflavík
Carlos Alexandre Bernal frá Jcaty SC
Ismael Da Silva Fransisco frá SC Covilhã
Bjarni Óskar Þorsteinsson frá Gróttu
Viktor Unnar Illugason frá Reading á láni
Farnir frá síðasta sumri:
Skúli Jónsson í KR (Til baka úr láni)
Ólafur Þór Gunnarsson, hættur í fótbolta.
Þórhallur Hinriksson í Víking

Leikmenn Þróttar
nr. Nafn Staða
1. Bjarki Freyr Guðmundss Markvörður
2. Birkir Pálsson Varnarmaður
3. Hallur Hallsson Miðjumaður
4. Michael Jackson Varnarmaður
5. Bjarni Þorsteinsson Varnarmaður
6. Eysteinn P. Lárusson Varnarmaður
7. Haukur Páll Sigurðsson Miðjumaður
8. Arnljótur Ástvaldsson Miðjumaður
9. Hjörtur Hjartarson Framherji
10. Magnús Már Lúðvíksson Framherji
11. Adolf Sveinsson Framherji
12. Daníel Karlsson Markvörður
14. Sigmundur Kristjánsson Framherji
15. Carlos Alxandre Bernal Miðjumaður
16. Ismael Silva Francisco Framherji
17. Andrés Þór Vilhjálmsson Framherji
18 Ingvi Sveinsson Varnarmaður
19. Rafn Andri Haraldsson Miðjumaður
20. Björn Sigurbjörnsson Varnarmaður
21. Dennis Danry Miðjumaður
22. Kristján Ómar Björnsson Varnarmaður
23. Jens Elvar Sævarsson Varnarmaður
24. Jón Ragnar Jónsson Varnarmaður
25. Andri Fannar Helgason Markvörður
26. Brynjar Guðjónsson Framherji
27. Þórður Steinar Hreiðarss. Varnarmaður
28. Hákon Andri Víkingsson Varnarmaður
29. Trausti Eiríksson Framherji
30. Rúnar Guðbjartsson Miðjumaður

Leikir Fjölnis
Dags: Tími Leikur
10. maí 14:00 Þróttur - Fjölnir
15. maí 19:15 Breiðablik ö Þróttur
19. maí 20:00 Þróttur - FH
25. maí 19:15 Fram - Þróttur
1. júní 19:15 Þróttur - Keflavík
5. júní 20:00 Fylkir - Þróttur
15. júní 16:00 Þróttur - HK
23. júní 19:15 ÍA - Þróttur
29. júní 16:00 Þróttur - Valur
6. júlí 19:15 Þróttur - KR
19. júlí 19:15 Grindavík - Þróttur
21. júlí 19:15 Fjölnir - Þróttur
28. júlí 19:15 Þróttur - Breiðablik
6. ágúst 19:15 FH - Þróttur
10. ágúst 19:15 Þróttur - Fram
17. ágúst 19:15 Keflavík - Þróttur
24. ágúst 18:00 Þróttur - Fylkir
31. ágúst 20:00 HK - Þróttur
13. sept 16:00 Þróttur - ÍA
18. sept 17:15 Valur - Þróttur
21. sept 16:00 KR - Þróttur
27. sept 14:00 Þróttur - Grindavík

Athugasemdir
banner
banner