Newcastle undirbýr nýtt tilboð í Calvert-Lewin - Napoli hefur enn áhuga á Lukaku - Balotelli til Corinthians?
   fim 24. júní 2010 09:00
Þórður Már Sigfússon
Heimild: Heimasíða Motherwell 
Þjálfari Motherwell: Erfiðir leikir framundan gegn Breiðabliki
Ber mikla virðingu fyrir íslenskri knattspyrnu
Craig Brown.
Craig Brown.
Mynd: Getty Images
Craig Brown, þjálfari Motherwell, býst við tveimur erfiðum leikjum gegn Breiðabliki í 2. umferð í forkeppni Evrópudeildarinnar í næsta mánuði.

Brown, sem er fyrrum landsliðsþjálfari Skotlands, segir að lærisveinar sínar megi ekki falla í þá gildru að vanmeta Breiðablik.

,,Ég verð að viðurkenna að ég vissi ekki neitt um Breiðablik þegar drættinum var lokið,“ sagði Brown á heimasíðu félagsins.

,,Hins vegar hafa kynni mín af íslenskri knattspyrnu, bæði sem leikmanns og landsliðsþjálfara, verið mjög jákvæð. Ég ber mikla virðingu fyrir íslenskri knattspyrnu.“

,,Þetta verða erfiðar viðureignir fyrir okkur. Við verðum að bera virðingu fyrir mótherjum okkar og við þurfum að sýna okkar besta til að komast áfram,“ sagði Brown ennfremur.
banner
banner
banner
banner