þri 07. október 2003 00:00
Hafliði Breiðfjörð
Leikmaður Leeds handtekinn fyrir kynferðislega árás!
Mynd: Hafliði Breiðfjörð
Leikmaður Leeds United hefur verið handtekinn af lögreglu í Englandi sem rannsakar alvarlega kynferðislega árás. Leikmaðurinn hefur ekki verið nefndur á nafn ennþá en hann er nú í yfirheyrslum hjá lögreglum í tengslum við árás á tvítuga konu í Leeds. Annar maður hefur einnig verið handtekinn vegna málsins. Forráðamenn Leeds United hafa staðfest að þeir viti af rannsókninni hjá lögreglunni í vestur Yorkshire og bjóðast til að vinna með lögreglunni.

Talsmaður lögreglunnar sagði; ,,Við erum eins og stendur að rannsaka alvarlega kynferðislega árás á tvítuga konu í Leeds sem átti sér stað í gærkvöld. Tveir menn hafa verið handteknir og eru í yfirheyrslun hjá lögreglu vegna málsins."

Í yfirlýsingu félagsins sagði: ,,Knattspyrnufélaginu Leeds United hefur verið sagt af rannsókninni af lögreglu. Í tengslum við stefnu félagsins mun verða unnið af besta mætti með lögreglu við rannsóknina. Ekkert frekar verður haft eftir félaginu þar til rannsókn lögreglu er lokið og félagið fær vitneskju um málalyktir."
Athugasemdir
banner
banner
banner