Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 01. mars 2021 22:20
Brynjar Ingi Erluson
Lengjubikarinn: Sex marka jafntefli í Breiðholti
Tómas Leó skoraði tvö fyrir Hauka
Tómas Leó skoraði tvö fyrir Hauka
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
ÍR 3 - 3 Haukar
0-1 Daníel Snorri Guðlaugsson ('4 )
1-1 Axel Kári Vignisson ('15, víti )
2-1 Tumi Guðjónsson ('30, sjálfsmark )
2-2 Tómas Leó Ásgeirsson ('32 )
2-3 Tómas Leó Ásgeirsson ('39 )
3-3 Arian Ari Morina ('55 )

ÍR og Haukar gerðu 3-3 jafntefli í B-deild Lengjubikarsins á Hertz-vellinum í kvöld en fimm mörk voru skoruð í fyrri hálfleiknum.

Gestirnir byrjuðu betur en Daníel Snorri Guðlaugsson kom Haukum yfir á 4. mínútu leiksins. Axel Kári Vignisson jafnaði metin fyrir ÍR-inga með marki úr vítaspyrnu ellefu mínútum síðar áður en það tók við dramatískur kafli.

Tumi Guðjónsson skoraði í eigið net á 30. mínútu og ÍR-ingar komnir yfir en Tómas Leó Ásgeirsson var þó fljótur að snúa taflinu við fyrir Hauka.

Hann skoraði á 32. mínútu og kom svo Haukum yfir sjö mínútum síðar. Arian Ari Morina jafnaði fyrir ÍR þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum og þar við sat. Lokatölur 3-3 og ÍR með 4 stig eftir fyrstu tvo leikina í riðli 2 á meðan Haukar eru með 2 stig.
Athugasemdir
banner
banner