Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 01. mars 2021 11:32
Elvar Geir Magnússon
Lögregluaðgerðir í höfuðstöðvum Barcelona
Frá höfuðstöðvum Barcelona.
Frá höfuðstöðvum Barcelona.
Mynd: Getty Images
Josep Maria Bartomeu, fyrrum forseti fótboltafélagsins Barcelona, er meðal þeirra sem hafa verið handteknir í lögregluaðgerðum á Spáni.

Lögreglan hefur verið í húsleit í höfuðstöðvum Barcelona í morgun en ekkert hefur verið gefið út opinberlega.

Spænskir fjölmiðlar segja að aðgerðirnar tengist 'Barca-gate' málinu en yfirmenn Barcelona eru sakaðir um að hafa ráðið samfélagsmiðlafyrirtæki til að svívirða núverandi og fyrrum leikmenn sem gagnrýndu félagið opinberlega.

Rannsóknin snýr að ásökunum um ósanngjarna stjórnun, spillingu og peningaþvott samkvæmt Cadena SER útvarpsstöðinni.

Bartomeu og stjórn Barcelona sagði af sér á síðasta ári eftir umdeildar deilur í kringum Lionel Messi. Mikill pólitískur órói hefur verið í kringum félagið og það er skuldum vafið, meðal annars vegna Covid-19 faraldursins.

Eftir nokkra daga verða forsetakosningar hjá félaginu þar sem kosið er á milli þriggja frambjóðenda; Victor Font, Joan Laporta og Toni Freia.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner