Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fös 01. mars 2024 22:19
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Birkir Heimis heim í Þór frá Val (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Birkir Heimisson er genginn til liðs við Þór frá Val og gerir þriggja ára samning við félagið og mun því leika með liðinu í Lengjudeildinni næsta sumar.


Birkir er uppalinn í Þór en félagið seldi hann til Heerenveen árið 2016 en hann snéri aftur heim til Íslands árið 2020 og samdi við Val.

Hann hefur leikið 125 leiki fyrir Þór og Val og skorað í þeim 13 mörk.

„Við í stjórn knattspyrnudeildar Þórs erum virkilega stoltir af því að fá Birki aftur heim. Hann hefur síðustu fjögur tímabil spilað lykihlutverk með Val í Bestu deild karla og varð m.a. Íslandsmeistari með þeim árið 2020. Nú er hins vegar komið að því að hann taki að sér nýtt leiðtogahlutverk hjá sínu uppeldisfélagi," segir Sveinn Elías Jónsson formaður knattspyrnudeildar Þórs en hann var fyrirliði Þórs liðsins síðast þegar Birkir spilaði með liðinu.

„Sjálfur var ég í hlutverki fyrirliða inni á vellinum þá og veit því fullvel hvers hann er megnugur og því er ekki að leyna að koma hans ýtir vel undir spenning fyrir komandi sumri," sagði Sveinn Elías.


Athugasemdir
banner
banner