Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fös 01. mars 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Promes gripinn í Dúbaí - Gæti verið framseldur til Hollands
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Hollenski miðillinn Telegraaf greinir frá því að Quincy Promes, leikmaður Spartak Moskvu, sé í gæsluvarðhaldi í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Promes er 32 ára gamall sóknarsinnaður leikmaður sem hefur verið á mála hjá Spartak síðustu ár.

Hann er ekki eins og fótboltamenn eru flestir en árið 2022 var hann dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að stinga frænda sinn og fyrir nokkrum vikum í sex ára fangelsi fyrir stórfellt eiturlyfjasmygl.

Promes mætti ekki fyrir réttarhöldin af ótta við það að þurfa að sitja í fangelsi og því hefur hann búið í Rússlandi síðustu ár, enda er enginn framsalssamningur á milli Hollands og Rússlands.

Það gæti þó farið svo að hann verði settur í steininn eftir allt saman, en Telegraaf greinir frá því að hann hafi verið handtekinn í æfingaferð Spartak í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og er haldið í gæsluvarðhaldi.

Leikmaðurinn flaug ekki með rússneska liðinu aftur til Rússlands

Liðið átti að fljúga til St. Pétursborgar en því flugið var aflýst. Promes var í kjölfarið stöðvaður við vegabréfaeftirlit og færður á lögreglustöð.

Saksóknaraembættið í Hollandi var ekki meðvitað um stöðuna þegar Telegraaf hafði samband, en þó er talið ólíklegt að Sameinuðu arabísku furstadæmin framselji Promes til Hollands. Framsalssamningur var gerður árið 2021 og verður að bíða og sjá hvað verður úr þessu máli.

Promes hefði líklega átt að skoða hvaða þjóðir væru með framsalssamninga við Holland áður en hann tók ákvörðun um að fljúga með Spartak til Dúbaí, en að vísu er hann ekki skarpasti hnífurinn í skúffunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner