Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 01. apríl 2020 18:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ársreikningur Vals: Vonbrigði sem mega ekki endurtaka sig
Valsmenn náðu ekki góðum árangri sumarið 2019.
Valsmenn náðu ekki góðum árangri sumarið 2019.
Mynd: Hulda Margrét
Til að fá þáttökuleyfi í Pepsi Max-deild karla í sumar þurfa félög deildarinnar að birta ársreikninga sína opinberlega. Valsmenn birtu sinn ársreikning opinberlega í morgun og minnkaði hagnaður félagsins um 68 milljónir króna.

Valur hagnaðist um 84,67 milljónir króna árið 2018, en í fyrra fór hagnaðurinn í 15,9 milljónir króna. Þrátt fyrir það var Valur með mestan hagnað af þeim félögum sem spila í Pepsi Max-deild karla.

Valur hafnaði í fyrra í sjötta sæti Pepsi Max-deild karla eftir að hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn tímabilin tvö þar á undan. Árangurinn var mikil vonbrigði fyrir liðið sem ætlaði sér auðvitað að vinna þriðja titilinn í röð.

„Niðurstaðan var gríðarleg vonbrigði sem mega ekki endurtaka sig og félagið verið að draga lærdóm af," segir í ársreikningi Vals um síðasta sumar.

„Eftirtaldir leikmenn gengu til liðs við félagið: Emil Sigvald Lyng, Lasse Petry, Gary Martin, Kaj Leo í Bartalstovu, Garðar Bergmann Gunnlaugsson, Hannes Halldórsson og Parick Pedersen snéri aftur um mitt sumar. Allt eru þetta frábærir knattspyrnumenn sem miklar vonir voru bundnar við en meiðsli og óvæntar 'óvelkomnar' uppákomur urðu þess valdandi að einhverjir af okkar leikmönnum náðu ekki að blómstra þetta sumarið og árangurinn varð eftir því."

Eftir sumarið lét Valur þjálfarana Ólaf Jóhannesson og Sigurbjörn Hreiðarsson fara. Í þeirra stað voru Heimir Guðjónsson og Srdjan Tufegdzic ráðnir til starfa.

Vísir tók saman umfjöllun yfir ársreikninga félaga í Pepsi Max-deildinni sem hægt er að skoða hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner