Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   mán 01. apríl 2024 16:30
Elvar Geir Magnússon
Stefnt að fræðslu fyrir leikmenn um veðmál og hagræðingu úrslita
Orri Hlöðversson formaður ÍTF.
Orri Hlöðversson formaður ÍTF.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Getty Images
ÍTF vinnur að því að vera með fræðslu fyrir leikmenn í efstu deildum vegna veðmálaþátttöku og hagræðingu úrslita. Þetta kemur fram í nýjasta fréttabréfi ÍTF og segir að leitað verði til KSÍ um samstarf.

Fræðslan verður í samræmi við áherslur FIFA Global Integrity Programme og miða að því að gera leikmönnum grein fyrir þeirri hættu sem felst í mikilli veðmálaþátttöku almennt, veðmálafíkn og afleiðingum hennar. Þá kynnast leikmenn því regluverki sem er í kringum veðmálaþátttöku leikmanna.

Veðmál leikmanna hefur verið talsvert í umræðunni síðasta mánuði, leikmenn hér á landi hafa fengið dóma og einnig stórar stjörnur erlendis.

Þá ætlar ÍTF að gera könnun á meðal leikmanna til að mæta umfang veðmálaþátttöku hér á landi og er fyrirmyndin sótt til Svíþjóðar.

Stefnan er að veita þeim aðilum sem glíma við veðmálafíkn aðstoð og leiðbeiningar frá fólki með sérfræðiþekkingu.

„Lyfjaeftirlit Íslands er sú stofnun sem á að vinna að forvörnum og fræðslu vegna þessara mála en ekkert samtal hefur átt sér stað á milli þeirrar stofnunar og ÍTF. ÍTF telur það því skyldu sína að gæta að hagsmunum aðildarfélaga sinna, leikmanna og annarra þátttakanda í leiknum og eiga frumkvæðið að því að fræða leikmenn og aðstoða eftir þörfum og getu sé þess nokkur kostur," segir í fréttabréfi ÍTF.
Athugasemdir
banner
banner