Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
   fim 01. júní 2023 22:50
Sölvi Haraldsson
Úlli eftir sigur gegn ÍA: Hvað segir Klopp alltaf?
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég á ekki til orð hvað ég er stoltur af þessum töffurum. Þetta er hrikalega erfiður völlur að spila á og maður sá að þeir voru búnir að læra betur á hann en við. Við gerðum bara það sem við þurftum að gera til þess að vinna og ég tek hatt minn ofan fyrir þessum drengjum, þvílíkir töffarar.“ sagði Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis, eftir sætan 2-1 sigur á ÍA á útivelli í kvöld.


Lestu um leikinn: ÍA 1 -  2 Fjölnir

Skaginn var betri aðilinn í síðari hálfleik, þú hlýtur að vera sáttur með karakterinn í liðinu að ná inn marki í restina.

„Heldur betur. Við vorum búnir að skapa okkar eigin lukku. Maður gerir það með því að vera duglegur og jákvæður. Við héldum bara áfram allan tímann. Auðvitað er smá lukka í þessu en fyrst og fremst er þetta bara vinnusemi og karakter.“

Sigurjón var magnaður milli stanganna í dag, hversu góður var hann í kvöld?

„Stórkostlegur. Hann gerir slæm mistök á móti Þrótti og hann sýnir úr hverju hann er gerður með því að svar því sem var sagt um hann í kjölfarið af þeim leik. Þetta er bara frábær markmaður. Ég bara á ekki orð yfir þennan gæja hann er svo mikill töffari. Hvað segir Klopp alltaf? Hann er svona mentality monster.“

Hvernig fannst þér samt frammistaðan í heild sini?

„Bara geggjuð. Við viljum auðvitað spila skemmtilegan sóknarfótbolta en við gátum það ekki í dag. Við erum með mjög þroskað lið og við getum þetta líka. Við töluðum um það í gær að við sjáum bara til hvað við getum gert. Leikstíllinn okkar var ekki alveg að ganga upp hér. Varnarleikurinn okkar hefur verið góður og við höfum bætt hann gífurlega. Þá snýst þetta bara um að troða in marki. Þessi leikur var bara tekinn á gamla góða berjast, fókus, hlaupa meira en hinir, vera duglegir og sá pakki sko. Við erum góðir í því líka.“

Dofri fer tiltölulega snemma útaf meiddur, veistu eitthvað meira um stöðuna á honum?

„Hann er ekki beint meiddur hann bara fann að hann var mjög tæpur. Hann var hræddur um að meiða sig illa og hann þekkir skrokkinn sinn manna best. Hann var hræddur um að meiðast lengi ef hann myndi halda áfram.“

Þið eigið Gróttu næst á heimavelli, hvernig leggst það verkefni í þig?

„Við ætlum að vinna alla leiki sem við förum í. Alveg sama þótt við vinnum fimm í röð eða töpum fimm í röð, við ætlum að vinna alla leiki. Ég ætla að leyfa mér að njóta í kvöld og svo byrja ég að fókusa á Gróttu á morgun.“


Athugasemdir
banner
banner
banner