fös 01. júlí 2022 19:34
Brynjar Ingi Erluson
Jón Dagur á leið til Belgíu?
Jón Dagur Þorsteinsson gæti spilað í Belgíu á næsta tímabili
Jón Dagur Þorsteinsson gæti spilað í Belgíu á næsta tímabili
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Belgíski fjölmiðillinn Het Nieuwsblad heldur því fram að íslenski landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson spili í belgísku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð en þrjú félög hafa áhuga á að fá hann.

Samningur Jóns Dags við AGF rann út í gær og er hann því án félags en hann hefur verið í viðræðum við ítalska félagið Lecce undanfarnar vikur.

CalcioMercato heldur því fram að Jón Dagur sé á leið til Lecce en Het Nieuwsblad er ekki sammála því og segir að framtíð hans sé í belgísku úrvalsdeildinni.

Kemur þar fram að hann vilji frekar fara til Belgíu en Ítalíu og eru þar þrjú lið sem koma til greina; Leuven, Standard Liege og Mechelen.

Leuven er sagt hafa mestan áhuga á honum en Mechelen sér hann sem arftaka Nikola Storm, sem er að ganga í raðir tyrkneska félagsins Istanbul Basaksehir.

Hollenska félagið KRC Waalwijk er einnig sagt áhugasamt um hann en samkvæmt fréttinni er hann þó ekki kominn með tilboð í hendurnar frá Belgíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner