Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
   fös 01. júlí 2022 21:49
Anton Freyr Jónsson
Rúnar Kristins: Gerðum okkur lífið leitt með kjánalegum mistökum
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ekki vel, aldrei gaman að tapa. Við gerðum okkur bara lífið leitt sjálfir með kjánalegum mistökum í fyrsta markinu. Kennie Chopart á náttúrulega að vera löngu búin að setja boltann upp í stúku og missir leikmanninn inn fyrir sig fyrir vikið og upp úr því verður síðan vítaspyrna. Við sköpuðum fullt af færum í upphafi leiks, erum mjög agressívir og eigum fín hættuleg færi. Auðvitað eiga þeir skalla í slá og áttu sín upphlaup líka en við vorum með yfirhöndina á þeim tímapunkti og það er súrt að gefa mörk eins og við gerðum á móti Breiðabliki um daginn."  sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR eftir 3-0 tapið gegn Víking R í leik sem var að ljúka.


Lestu um leikinn: KR 0 -  3 Víkingur R.

Sóknarleikurinn hjá KR hefur ekki verið sérstakur en liðið fékk nokkur góð færi í kvöld til að komast yfir en tókst ekki að setja boltann yfir línuna.

„Sóknarleikurinn er ekki áhyggjuefni, áhyggjuefnið er að nýta færin sem við sköpum. Við búum til færi, búum til fyrirgjafir og komum okkur í fínar stöður en boltinn fer aldrei yfir línuna og það er ekki gott."

KR eru búnir að spila fjóra deildarleiki án þess að vinna í Bestu-deildinni og segir Rúnar Kristinsson liðið vera á þeim stað sem þeir vilja ekki vera á.

„Já, það er bara mjög slæmt. Við erum á stað sem við viljum ekki vera á en við breytum því ekki og við þurfum bara að halda áfram og reyna að hafa trú á því sem við erum að gera."

„Ég tel okkur vera búnir að vera spila fína leiki undafarið. Við erum engu síðri en þessi lið sem við erum búnir að vera spila í móti að mörgu leyti en færanýtingin okkar gerir það að verkum að við komumst ekki yfir í leikjunum þegar við erum kannski með fleiri betri færi en andstæðingurinn."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner