Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   fös 01. júlí 2022 21:49
Anton Freyr Jónsson
Rúnar Kristins: Gerðum okkur lífið leitt með kjánalegum mistökum
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ekki vel, aldrei gaman að tapa. Við gerðum okkur bara lífið leitt sjálfir með kjánalegum mistökum í fyrsta markinu. Kennie Chopart á náttúrulega að vera löngu búin að setja boltann upp í stúku og missir leikmanninn inn fyrir sig fyrir vikið og upp úr því verður síðan vítaspyrna. Við sköpuðum fullt af færum í upphafi leiks, erum mjög agressívir og eigum fín hættuleg færi. Auðvitað eiga þeir skalla í slá og áttu sín upphlaup líka en við vorum með yfirhöndina á þeim tímapunkti og það er súrt að gefa mörk eins og við gerðum á móti Breiðabliki um daginn."  sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR eftir 3-0 tapið gegn Víking R í leik sem var að ljúka.


Lestu um leikinn: KR 0 -  3 Víkingur R.

Sóknarleikurinn hjá KR hefur ekki verið sérstakur en liðið fékk nokkur góð færi í kvöld til að komast yfir en tókst ekki að setja boltann yfir línuna.

„Sóknarleikurinn er ekki áhyggjuefni, áhyggjuefnið er að nýta færin sem við sköpum. Við búum til færi, búum til fyrirgjafir og komum okkur í fínar stöður en boltinn fer aldrei yfir línuna og það er ekki gott."

KR eru búnir að spila fjóra deildarleiki án þess að vinna í Bestu-deildinni og segir Rúnar Kristinsson liðið vera á þeim stað sem þeir vilja ekki vera á.

„Já, það er bara mjög slæmt. Við erum á stað sem við viljum ekki vera á en við breytum því ekki og við þurfum bara að halda áfram og reyna að hafa trú á því sem við erum að gera."

„Ég tel okkur vera búnir að vera spila fína leiki undafarið. Við erum engu síðri en þessi lið sem við erum búnir að vera spila í móti að mörgu leyti en færanýtingin okkar gerir það að verkum að við komumst ekki yfir í leikjunum þegar við erum kannski með fleiri betri færi en andstæðingurinn."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner