Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 01. ágúst 2020 16:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Góð tíðindi fyrir fótboltann - Smit virðist ekki útbreitt í samfélaginu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Upplýsingafundir almannavarna eru aftur farnir af stað hjá þríeykinu frábæra. Alma Möller landlæknir, Víðir Reynisson yfirlögrelguþjónn hjá Ríkislögreglustjóra og Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir voru með fund í dag.

Önnur bylgja Covid-19 faraldursins er í fullu fjöri um þessar mundir og hafa smit hér á landi aukist síðustu daga.

Tilkynnt var hins vegar á fundinum í dag að ekki væri útlit fyrir útbreitt samfélagslegt smit. Verið væri að ná tökum á tveimur hópsýkingum, en fólk er þó beðið um að fara varlega.

Í gær voru tekin 500 sýni á Landsspítalanum og reyndust sjö jákvæð. Virk smit eru 58 hér á landi og eru 454 í sóttkví.

Það að ekki sé útlit fyrir útbreitt samfélagslegt smit eru góð tíðindi fyrir íslenska boltann. Sóttvarnarlæknir er búinn að gefa tilmæli um að íþróttastarfsemi fullorðinna með snertingu verði stöðvuð til 13. ágúst en það kemur sér afar illa fyrir hin ýmsu knattspyrnufélög. KSÍ mun funda með yfirvöldum eftir helgi.

Hér að neðan má hlusta á umræðu um stöðuna í útvarpsþættinum Fótbolta.net í dag.
Íslenski boltinn í limbói vegna veirunnar - Klárum þetta mót!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner