Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 01. ágúst 2020 10:30
Ívan Guðjón Baldursson
Mike Ashley hefur enn trú á eigendaskiptunum
Mynd: Getty Images
Eigendaskipti Newcastle United virðast vera farin um þúfur. Sádí-arabíski krónprinsinn Mohammed bin Salman leiddi fjárfestahóp á vegum ríkisins og ætlaði að kaupa úrvalsdeildarfélagið fyrir 300 milljónir punda.

Eigendaskiptin gengu þó gríðarlega hægt fyrir sig og fengu þau mikla athygli þar sem margir mótmæltu þeim af mannúðarástæðum, enda Salman afar umdeild persóna. Hann er meðal annars talinn bera ábyrgð á morði fréttamanns Washington Post. Jamal Khashoggi, í sádí-arabíska sendiráðinu í Tyrklandi.

Eftir nokkra mánuði af töfum ákvað fjárfestahópurinn að draga tilboð sitt til baka á fimmtudaginn. Stuðningsmenn Newcastle voru sárir og það virðist Mike Ashley, illa liðinn núverandi eigandi Newcastle, vera líka.

Lee Charnley, stjórnarformaður Newcastle, segir Ashley þó enn hafa fulla trú á að eigendaskiptin gangi í gegn. Hann telji þetta aðeins vera babb í bátinn.

„Við höfum séð yfirlýsingu fjárfestahópsins frá því á fimmtudaginn. Mike Ashley er ennþá 100% helgaður þessum eigendaskiptum," sagði Charnley.

„Okkar næsta skref er að veita Steve Bruce þá aðstoð sem hann þarf á leikmannamarkaðinum til að undirbúa liðið fyrir næstu leiktíð."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner