Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 01. ágúst 2022 14:43
Ívan Guðjón Baldursson
Damsgaard að fylla í skarðið fyrir Eriksen í annað sinn?
Mynd: EPA

Danski kantmaðurinn Mikkel Damsgaard, sem getur einnig leikið framarlega á miðjunni, gæti skipt yfir í enska boltann í sumar.


Damsgaard braust fram í sviðsljósið með danska landsliðinu á EM í fyrra þar sem hann tók sæti Christian Eriksen í byrjunarliðinu. 

Kantmaðurinn knái hefur fengið mikinn spiltíma hjá Sampdoria en þó ekki tekist að láta ljós sitt skína almennilega. Hann á tvö ár eftir af samningnum við félagið sem var í fallbaráttu á síðustu leiktíð.

Sampdoria er tilbúið til að selja þennan 22 ára gamla Dana þar sem Brentford er að skoða hann til að taka við keflinu af Christian Eriksen sem gekk í raðir Manchester United í sumar. Samkvæmt frétt Sky Sports eru fleiri úrvalsdeildarfélög með augastað á Damsgaard.

Síðast þegar Damsgaard tók við af Eriksen stóð hann sig gríðarlega vel og skoraði tvö mörk er Danir komust alla leið í undanúrslit á Evrópumótinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner