Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fim 01. ágúst 2024 21:42
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Siggi Höskulds: Leiðtogi íslenskrar fótboltasögu
Lengjudeildin
Mynd: Skapti Hallgrímsson/Akureyri.net
Mynd: Þór

„Þetta er svolítið óraunverulegt," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, í viðtali við Fótbolta.net um heimkomu Arons Einars Gunnarssonar í Þór. „Það er búið að vera langur aðdragandi að þessu og mörg spurningamerki með þetta allt saman. Frábær dagur í dag."

„Þetta er leiðtogi íslenskrar fótboltasögu, fyrirliði íslenskrar knattspyrnu. Það er nákvæmlega það sem hann er að koma með inn í liðið. Það hefur svolítið öskrað á leiðtoga og karakter í Þórsliðinu upp á síðkastið og við höfum rætt það mikið innan leikmannahópsins og þá sækjum við þann stærsta," sagði Siggi.


Næsti leikur Þórs er heimaleikur gegn Njarðvík laugardaginn 10. ágúst.

„Við erum að horfa í það að hann taki einhvern þátt í leiknum. Hann er ekki tilbúinn að byrja en ég býst við því að hann taki einhvern þátt í þeim leik," sagði Siggi.

Það eru vangaveltur um hvar hann muni spila á vellinum en hann getur bæði spilað sem varnarsinnaður miðjumaður og miðvörður.

„Í sannleika sagt þá er það eitthvað sem við eigum eftir að skoða, ég og mitt teymi og hann. Hvar hann mun nýtast okkur best og hvar hann mun hafa áhrif á liðið," sagði Siggi.

Það er möguleiki á því að Aron fari á lán erlendis.

„Við erum að hjálpa honum, hann er að hjálpa okkur. Hann vill komast aftur í landsliðið, til þess að komast aftur í landsliðið þarf hann að fara út og til þess að komast út þarf hann að vera leikhæfur, með mínútur undir beltinu. Hann hlakkar til að stíga út á Þórsvöllinn og okkur hlakkar til að sjá hann."


Athugasemdir