Heimild: Quotidiano Sportivo
Andri Fannar Baldursson gekk til liðs við Kasimpasa í Tyrklandi á dögunum frá Bologna á Ítalíu.
Andri Fannar hafði verið í herbúðum ítalska liðsins frá 2019 en félagið nýtti sér ákvæði í samningi hans í síðasta mánuði, áður en hann rann út, við það framlengdist hann um eitt ár og Kasimpasa þurfti því að borga fyrir hann.
Andri Fannar hafði verið í herbúðum ítalska liðsins frá 2019 en félagið nýtti sér ákvæði í samningi hans í síðasta mánuði, áður en hann rann út, við það framlengdist hann um eitt ár og Kasimpasa þurfti því að borga fyrir hann.
Það kemur fram á ítalska miðlinum Quotidiano Sportivo að Kasimpasa hafi borgað Bologna um 500 þúsund evrur auk bónusgreiðslna fyrir hann.
Miðjumaðurinn skrifar undir þriggja ára samning við tyrkneska félagið. Liðið endaði í 10. sæti deildarinnar í fyrra.
Andri lék 16 leiki fyrir Bologna en hann var mest megnis á láni frá félaginu á tíma sínum á Ítalíu. Hann lék með FC Kaupmannahöfn, NEC Nijmegen og Elfsborg á lánii.
Athugasemdir