Andri Fannar Baldursson var rétt í þessu kynntur sem nýr leikmaður Kasimpasa í tyrknesku úrvalsdeildinni. Hann er keyptur frá ítalska félaginu Bologna þar sem hann hefur verið frá árinu 2019. Bologna nýtti sér ákvæði í samningi Andra Fannars í síðasta mánuði áður en hann rann út, við það framlengdist samningur hans við félagið um ár til viðbótar og því þurfti að kaupa hann frá Bologna.
Miðjumaðurinn skrifar undir þriggja ára samning við tyrkneska félagið. Liðið endaði í 10. sæti deildarinnar í fyrra.
Andri lék alls 16 leiki fyrir Bologna á tíma sínum þar. Hann var lánaður í þrígang frá félaginu, fyrst til FCK í Danmörku, svo til NEC Nijmegen í Hollandi og svo til Elfsborg í Svíþjóð þar sem hann var lengst. Hann sneri aftur til Bologna frá Elfsborg í lok síðasta árs, þurfti að fara í aðgerð og var fyrri hluta þessa árs að jafna sig eftir hana.
Miðjumaðurinn skrifar undir þriggja ára samning við tyrkneska félagið. Liðið endaði í 10. sæti deildarinnar í fyrra.
Andri lék alls 16 leiki fyrir Bologna á tíma sínum þar. Hann var lánaður í þrígang frá félaginu, fyrst til FCK í Danmörku, svo til NEC Nijmegen í Hollandi og svo til Elfsborg í Svíþjóð þar sem hann var lengst. Hann sneri aftur til Bologna frá Elfsborg í lok síðasta árs, þurfti að fara í aðgerð og var fyrri hluta þessa árs að jafna sig eftir hana.
Andri er fæddur 2002, er 23 ára gamall og uppalinn hjá Breiðabliki. Hann á að baki tíu A-landsleiki. Hann á auk þess að baki 56 leiki fyrir yngri landsliðin, þar af 22 fyrir U21 landsliðið.
Shota Arvaladze, fyrrum leikmaður Ajax, Rangers og georgíska landsliðsins, er þjálfari Kasimpasa. Kasimpasa er hverfi í Istanbúl.
Athugasemdir