Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 01. október 2020 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópudeildin í dag - Tottenham, Milan og KÍ geta komist í riðlakeppnina
Hólmar Örn, Raggi Sig og Arnór Ingvi eiga erfiða leiki
Arnór Ingvi og Hólmar Örn eiga heimaleiki.
Arnór Ingvi og Hólmar Örn eiga heimaleiki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Það eru 21 knattspyrnufélög sem munu tryggja sér þátttöku í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld.

Þar er að finna alskyns félög frá flestum löndum Evrópu og eiga frændur okkar í Færeyjum fulltrúa. KÍ frá Klaksvík getur orðið fyrsta félagsliðið frá Færeyjum til að tryggja sig inn í riðlakeppni í Evrópukeppni. Engu íslensku félagi hefur heldur tekist það.

KÍ á góða möguleika á að komast í keppnina þar sem andstæðingar liðsins eru írsku meistararnir í Dundalk.

Nokkur Íslendingalið mæta til leiks í kvöld og þá má finna nokkur lið úr stærstu deildum Evrópu.

Arnór Ingvi Traustason og félagar í Malmö taka á móti Granada á meðan Hólmar Örn Eyjólfsson og félagar í Rosenborg spila við PSV Eindhoven. Ragnar Sigurðsson gæti þá verið í liði Kaupmannahafnar sem fær Rijeka í heimsókn frá Króatíu.

Tottenham tekur á móti Maccabi Haifa, AC Milan heimsækir Rio Ave, Celtic fer til Bosníu og Rangers tekur á móti Galatasaray í hörkuleik.

Annar hörkuleikur mun eiga sér stað í Portúgal þegar Sporting CP keppir við LASK Linz á meðan AEK tekur á móti Wolfsburg í Aþenu.

Leikir kvöldsins:
16:30 CFR Cluj - KuPS
17:00 Charleroi - Lech Poznan
17:00 Dinamo Zagreb - Flora Tallinn
17:00 Malmo FF - Granada CF
17:00 Slovan Liberec - APOEL
17:00 Rosenborg - PSV
17:00 Ararat-Armenia - Crvena Zvezda
17:30 Hapoel Beer Sheva - Viktoria Plzen
18:00 Legia Warsaw - Qarabag
18:00 Standard Liege - Fehervar
18:00 Kaupmannahöfn - Rijeka
18:00 Sarajevo - Celtic
18:00 Dinamo Brest - Ludogorets
18:30 Dundalk - KI Klaksvik
18:30 Young Boys - KF Tirana
18:30 Basel - CSKA Sofia
18:45 AEK - Wolfsburg
18:45 Rangers - Galatasaray
19:00 Sporting - LASK Linz
19:00 Tottenham (England) - Maccabi Haifa (Israel)
19:00 Rio Ave - Milan
Athugasemdir
banner
banner
banner