Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
   þri 06. janúar 2026 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Fótboltasynir í æfingahópi U16
Mynd: Aðsend
Mynd: Aðsend
Lúðvík Gunnarsson er búinn að velja nýjasta æfingahóp U16 ára landsliðs karla sem æfir saman í næstu viku.

25 efnilegir piltar taka þátt í æfingahópnum að sinni og æfa þeir allir fyrir félagslið á höfuðborgarsvæðinu eða í nágrenni.

Flestir koma strákarnir úr röðum Breiðabliks, HK og Stjörnunnar þar sem hvert félagslið á fjóra fulltrúa á haus, á meðan þrír úr hópnum æfa með FH.

Æfingarnar fara fram í Miðgarði, Garðabæ, dagana 14.-16. janúar og verður ekki langt fyrir strákana að fara. Þeir þrír sem þurfa að keyra lengstu leiðina til að mæta æfa með ÍA og Grindavík.

Hér fyrir neðan má sjá æfingahópinn og geta glöggir lesendur komið auga á nokkra fótboltasyni með því að renna yfir hópinn. Þar má meðal annars finna syni Gunnleifs Vignis Gunnleifssonar, Sölva Geirs Ottesen og Srdjan Tufegdzic.

Hópurinn:
Arnar Bjarki Gunnleifsson - Breiðablik
Darri Kristmundsson - Breiðablik
Elmar Ágúst Halldórsson - Breiðablik
Óðinn Sturla Þórðarson - Breiðablik
Aron Gunnar Matus - FH
Róbert Hugi Sævarsson - FH
Sigurður Stefán Ólafsson - FH
Birnir Leó Aðalbjarnarson - Fram
Magnús Daði Ottesen - Fylkir
Mikael Máni Þorfinnsson - Grindavík
Kristján Tómas Björnsson - Grótta
Bjarki Örn Brynjarsson - HK
Emil Máni Breiðdal Kjartansson - HK
Marten Leon Jóhannesson - HK
Sölvi Hrafn Halldór Högnason - HK
Aron Kristinn Zumbergs - ÍA
Styrmir Gíslason - ÍA
Tristan Gauti Línberg Arnórsson - KR
Benjamín Björnsson - Stjarnan
Fannar Heimisson - Stjarnan
Ólafur Ingi Magnússon - Stjarnan
Vésteinn Leó Símonarsson - Stjarnan
Stefan Tufegdzic - Valur
Fjölnir Freysson - Þróttur R.
Leó Hrafn Elmarsson - Þróttur R.
Athugasemdir
banner
banner
banner