Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fim 01. október 2020 10:00
Elvar Geir Magnússon
Jens Petter Hauge til AC Milan (Staðfest)
AC Milan hefur keypt tvítugan norskan vængmann, Jens Petter Hauge, frá Bodö Glimt.

Hauge heillaði þjálfara Milan þegar liðin áttust við í forkeppni Evrópudeildarinnar og hefur nú skrifað undir samning til 2025 í Mílanó.

Hauge lagði fyrsta mark leiksins upp og skoraði það seinna fyrir gestina en Milan vann 3-2 sigur.

Hann mun klæðast treyju númer 15 hjá ítalska félaginu.

Hauge er aðeins tvítugur og hefur gjörsamlega farið á kostum í norska boltanum á tímabilinu.


Athugasemdir
banner