Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 01. október 2020 19:08
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Níu leikmenn Cadiz unnu í Bilbao
Sevilla verðskuldaði sigurmarkið gegn Levante
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Tveimur fyrstu leikjum kvöldsins í spænsku deildinni var að ljúka þar sem nýliðar Cadiz höfðu betur á útivelli gegn Athletic Bilbao í furðulegum leik.

Staðan var markalaus eftir grátlegan fyrri hálfleik þar sem liðin áttu samtals þrjár marktilraunir.

Í upphafi síðari hálfleiks fékk Carlos Akapo, hægri bakvörður Cadiz, sitt annað gula spjald og komust tíu leikmenn gestanna yfir níu mínútum síðar þegar Unai Lopez setti boltann í eigið net eftir lága fyrirgjöf.

Alvaro Negredo fékk sitt annað gula spjald í liði Cadiz á 70. mínútu fyrir dýfu innan vítateigs.

Heimamenn í Bilbao voru tveimur leikmönnum fleiri síðustu tuttugu mínúturnar en þeim tókst ekki að koma knettinum í netið.

Cadiz er með sex stig eftir fjórar umferðir á meðan Bilbao er með þrjú stig eftir þrjár.

Athletic Bilbao 0 - 1 Cadiz
0-1 Unai Lopez ('57, sjálfsmark)
Rautt spjald: Carlos Akapo, Cadiz ('48)
Rautt spjald: Alvaro Negredo, Cadiz ('70)

Sevilla hafði þá betur gegn Levante í leik sem réðst ekki fyrr en í uppbótartíma.

Heimamenn í Sevilla voru mun betri allan leikinn en áttu í miklum erfiðleikum með að brjóta vörn gestanna á bak aftur. Þeir áttu 16 marktilraunir en aðeins tvær þeirra hæfðu rammann, gegn þremur marktilraunum gestanna.

Munir El Haddadi skoraði fyrir Sevilla á 67. mínútu en markið dæmt af vegna sóknarbrots. Í uppbótartíma var Julen Lopetegui, þjálfari Sevilla, rekinn upp í stúku og mínútu síðar gerði Youssef En Nesyri eina mark leiksins með flottum skalla úr miðjum vítateignum eftir fyrirgjöf Jesus Navas.

Sevilla er komið með sex stig eftir tvær fyrstu umferðirnar. Levante er með þrjú stig eftir þrjár umferðir.

Sevilla 1 - 0 Levante
1-0 Youssef En Nesyri ('92)
Rautt spjald: Julen Lopetegui, Sevilla ('91)
Athugasemdir
banner