Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   lau 01. október 2022 18:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ég er ekkert farin, ég er alltaf til staðar ef það er eitthvað"
Kvenaboltinn
Sif í leiknum í dag.
Sif í leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sif lagði landsliðsskóna á hilluna í síðasta mánuði.
Sif lagði landsliðsskóna á hilluna í síðasta mánuði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðvörðurinn Sif Atladóttir átti góðan leik þegar Selfoss gerði jafntefli við tvöfalda meistara Vals í lokaumferð Bestu deildarinnar á þessum laugardegi.

„Fyrstu viðbrögð eru góð. Ég vil óska Val til hamingju með titilinn. Þær eru búnar að sýna að þær eru verðugir Íslandsmeistarar. Ég er ánægður með stelpurnar og baráttuna í dag," sagði Sif eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  1 Selfoss

„Ég held að þetta hafi verið ágætis skemmtun fyrir utan síðustu tíu þegar allir voru orðnir þreyttir."

Sif, sem er 37 ára, skrifaði nýverið undir nýjan samning við Selfoss og mun því leika áfram með liðinu.

„Ég ætla að taka mér smá pásu núna. Það er langt síðan ég hef tekið mér almennilegt vetrarfrí. Ég er mjög spennt fyrir komandi ári. Ég ætla að vera í betra standi svo ég geti hlaupið aðeins meira," sagði Sif og brosti.

Hún ákvað að leggja landsliðskóna á hilluna á dögunum. Hver var ástæðan fyrir þeirri ákvörðun?

„Ég fann það alveg að þörfin á mér sem leikmanni fór minnkandi. Það er eðlilegt með ungan og efnilegan hóp. Það er kominn tími á þessar ungu taka við. Tími minn er mikilvægur á öðrum stöðum. Ég er ógeðslega stolt af mínum landsliðsferli og því sem ég hef gert. Ég hef líka sagt að ég er ekkert farin, ég er alltaf til staðar ef það er eitthvað," sagði Sif en hún er með fjölskyldu heima á Selfossi og mun verja enn meiri tíma með henni núna.

Framundan er leikur hjá íslenska liðinu í umspilinu fyrir HM. Liðið spilar í raun hreinan úrslitaleik um sæti á HM gegn annað hvort Belgíu eða Portúgal.

„Ég verð í treyjunni og með fánann uppi. Ég horfi örugglega á leikinn í gegnum puttana á mér, þetta verður taugatrekkjandi. En ég hef trú á stelpunum og þær verða búnar að vinna góða undirbúningsvinnu. Ég hef fulla trú á því að þær klári þetta," segir Sif sem ætlar að njóta þess að vera í fríi í nokkrar vikur. „Það verður mjög næs," segir hún.

Allt viðtalið er í spilaranum hér að ofan.

Sjá einnig:
Sif kveður sem goðsögn - Sjáðu myndir frá landsliðsferli hennar
Steini um Sif: Vorum búin að ræða saman tveimur dögum áður
Athugasemdir