Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   lau 01. október 2022 18:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ég er ekkert farin, ég er alltaf til staðar ef það er eitthvað"
Sif í leiknum í dag.
Sif í leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sif lagði landsliðsskóna á hilluna í síðasta mánuði.
Sif lagði landsliðsskóna á hilluna í síðasta mánuði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðvörðurinn Sif Atladóttir átti góðan leik þegar Selfoss gerði jafntefli við tvöfalda meistara Vals í lokaumferð Bestu deildarinnar á þessum laugardegi.

„Fyrstu viðbrögð eru góð. Ég vil óska Val til hamingju með titilinn. Þær eru búnar að sýna að þær eru verðugir Íslandsmeistarar. Ég er ánægður með stelpurnar og baráttuna í dag," sagði Sif eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  1 Selfoss

„Ég held að þetta hafi verið ágætis skemmtun fyrir utan síðustu tíu þegar allir voru orðnir þreyttir."

Sif, sem er 37 ára, skrifaði nýverið undir nýjan samning við Selfoss og mun því leika áfram með liðinu.

„Ég ætla að taka mér smá pásu núna. Það er langt síðan ég hef tekið mér almennilegt vetrarfrí. Ég er mjög spennt fyrir komandi ári. Ég ætla að vera í betra standi svo ég geti hlaupið aðeins meira," sagði Sif og brosti.

Hún ákvað að leggja landsliðskóna á hilluna á dögunum. Hver var ástæðan fyrir þeirri ákvörðun?

„Ég fann það alveg að þörfin á mér sem leikmanni fór minnkandi. Það er eðlilegt með ungan og efnilegan hóp. Það er kominn tími á þessar ungu taka við. Tími minn er mikilvægur á öðrum stöðum. Ég er ógeðslega stolt af mínum landsliðsferli og því sem ég hef gert. Ég hef líka sagt að ég er ekkert farin, ég er alltaf til staðar ef það er eitthvað," sagði Sif en hún er með fjölskyldu heima á Selfossi og mun verja enn meiri tíma með henni núna.

Framundan er leikur hjá íslenska liðinu í umspilinu fyrir HM. Liðið spilar í raun hreinan úrslitaleik um sæti á HM gegn annað hvort Belgíu eða Portúgal.

„Ég verð í treyjunni og með fánann uppi. Ég horfi örugglega á leikinn í gegnum puttana á mér, þetta verður taugatrekkjandi. En ég hef trú á stelpunum og þær verða búnar að vinna góða undirbúningsvinnu. Ég hef fulla trú á því að þær klári þetta," segir Sif sem ætlar að njóta þess að vera í fríi í nokkrar vikur. „Það verður mjög næs," segir hún.

Allt viðtalið er í spilaranum hér að ofan.

Sjá einnig:
Sif kveður sem goðsögn - Sjáðu myndir frá landsliðsferli hennar
Steini um Sif: Vorum búin að ræða saman tveimur dögum áður
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner