Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
banner
   lau 01. október 2022 18:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ég er ekkert farin, ég er alltaf til staðar ef það er eitthvað"
Kvenaboltinn
Sif í leiknum í dag.
Sif í leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sif lagði landsliðsskóna á hilluna í síðasta mánuði.
Sif lagði landsliðsskóna á hilluna í síðasta mánuði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðvörðurinn Sif Atladóttir átti góðan leik þegar Selfoss gerði jafntefli við tvöfalda meistara Vals í lokaumferð Bestu deildarinnar á þessum laugardegi.

„Fyrstu viðbrögð eru góð. Ég vil óska Val til hamingju með titilinn. Þær eru búnar að sýna að þær eru verðugir Íslandsmeistarar. Ég er ánægður með stelpurnar og baráttuna í dag," sagði Sif eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  1 Selfoss

„Ég held að þetta hafi verið ágætis skemmtun fyrir utan síðustu tíu þegar allir voru orðnir þreyttir."

Sif, sem er 37 ára, skrifaði nýverið undir nýjan samning við Selfoss og mun því leika áfram með liðinu.

„Ég ætla að taka mér smá pásu núna. Það er langt síðan ég hef tekið mér almennilegt vetrarfrí. Ég er mjög spennt fyrir komandi ári. Ég ætla að vera í betra standi svo ég geti hlaupið aðeins meira," sagði Sif og brosti.

Hún ákvað að leggja landsliðskóna á hilluna á dögunum. Hver var ástæðan fyrir þeirri ákvörðun?

„Ég fann það alveg að þörfin á mér sem leikmanni fór minnkandi. Það er eðlilegt með ungan og efnilegan hóp. Það er kominn tími á þessar ungu taka við. Tími minn er mikilvægur á öðrum stöðum. Ég er ógeðslega stolt af mínum landsliðsferli og því sem ég hef gert. Ég hef líka sagt að ég er ekkert farin, ég er alltaf til staðar ef það er eitthvað," sagði Sif en hún er með fjölskyldu heima á Selfossi og mun verja enn meiri tíma með henni núna.

Framundan er leikur hjá íslenska liðinu í umspilinu fyrir HM. Liðið spilar í raun hreinan úrslitaleik um sæti á HM gegn annað hvort Belgíu eða Portúgal.

„Ég verð í treyjunni og með fánann uppi. Ég horfi örugglega á leikinn í gegnum puttana á mér, þetta verður taugatrekkjandi. En ég hef trú á stelpunum og þær verða búnar að vinna góða undirbúningsvinnu. Ég hef fulla trú á því að þær klári þetta," segir Sif sem ætlar að njóta þess að vera í fríi í nokkrar vikur. „Það verður mjög næs," segir hún.

Allt viðtalið er í spilaranum hér að ofan.

Sjá einnig:
Sif kveður sem goðsögn - Sjáðu myndir frá landsliðsferli hennar
Steini um Sif: Vorum búin að ræða saman tveimur dögum áður
Athugasemdir
banner