Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   lau 01. október 2022 18:45
Arnar Laufdal Arnarsson
Einkunnir í bikarúrslitunum: Nikolaj með magnaða innkomu
Geggjaður, tvö risastór mörk.
Geggjaður, tvö risastór mörk.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
FH-ingar fagna marki.
FH-ingar fagna marki.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Úlfur Ágúst Björnsson og Kyle McLagan í baráttu..
Úlfur Ágúst Björnsson og Kyle McLagan í baráttu..
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Matthías Vilhjálmsson og Birnir Snær Ingason.
Matthías Vilhjálmsson og Birnir Snær Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Víkingar eru bikarmeistarar í þriðja skiptið í röð.
Víkingar eru bikarmeistarar í þriðja skiptið í röð.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Það var rosalegur knattspyrnuleikur sem átti sér stað á Laugardalsvelli þegar að Víkingar unnu FH, 3-2 í geggjuðum úrslitaleik Mjólkurbikarsins.

Hér fyrir neðan má sjá einkunnir leikmanna beggja liða.

Lestu um leikinn: FH 2 -  3 Víkingur R.

FH
Atli Gunnar Guðmundsson - 7,5
Bjargaði ótrúlega eftir hornspyrnu þegar Kyle var að fara leggja boltann í netið, var öruggur í fyrirgjöfum og varði mjög vel þegar skot komu á hann. Langbesti maður FH í þessum leik en fær samt á sig þrjú mörk.

Ástbjörn Þórðarson - 6
Skorar óheppilegt sjálfsmark en leggur upp sjálfsmarkið sem Ingvar gerir í lok venjulegs leiktíma.

Guðmundur Kristjánsson - 6
Ekkert spes.

Eggert Gunnþór Jónsson - 5
Ekkert spes.

Ólafur Guðmundsson - 6
Allt í lagi ekki gott frammistaða frá Óla.

Björn Daníel Sverrisson - 6
Svona stór póstur eins og Björn Daníel þarf bara að eiga betri leik í svona stórum leik.

Matthías Vilhjálmsson - 6 (90')
Sama mætti segja um Matta og ég sagði um Björn.

Davíð Snær Jóhannsson - 6
Eiður neitaði að taka Davíð út af. Fannst Davíð ekki mikið geta í þessum leik. Spurning hvort um hjátrú var að ræða hjá Eið Smára þar sem Davíð kom FH í úrslitaleikinn

Vuk Oskar Dimitrijevic - 6 (77´)
Vuk oft átt betri daga, þegar hann reyndi sóknarlega þá oftar en ekki heppnaðist það illa, sást lítið í sóknarleik FH

Oliver Heiðarsson - 7 (80')
Skoraði mjög gott mark og var mjög sprækur á þeim tíma sem hann var inn á.

Úlfur Ágúst Björnsson - 6,5 (77')
Góður batti, líflegur framan af í fyrri hálfleik en hallaði undan fæti í þeim síðari.

Varamenn
Steven Lennon - 5
Gerði afar lítið.

Kristinn Freyr Sigurðsson - 7
Fannst Kiddi mjög sprækur eftir að hann kom inn á.

Baldur Logi Guðlaugsson - 5
Gerði afar lítið.

Víkingur
Ingvar Jónsson - 4
Fékk ekki mörg skot á sig og þurfti á litlu að taka, óheppinn að verja skot Olivers í stöngina og inn og bara slær boltann í sitt eigið mark í lok síðari hálfleiks.

Viktor Örlygur Andrason - 6,5
Maður tók lítið eftir Viktori en það sást þegar hann fékk boltann hversu mikil gæði hann hefur, gerði vel í að stoppa kantmenn FH.

Oliver Ekroth - 6,5
Átti magnaða tæklingu seint í síðari hálfleik sem bjargaði marki, annars var Oliver bara heilt yfir ágætur.

Kyle McLagan - 7
Var ótrúlega hættulegur í sóknarhornum Víkinga og var öflugur varnarlega.

Logi Tómasson - 8
Skilaði góðri vakt í vinstri bakverðinum í dag, átti stóran hlut í seinna marki Víkinga og með magnaða stoðsendingu á Niko í þriðja markinu.

Júlíus Magnússon - 6
Fyrirliðinn allt í lagi í dag og hann gerði sitt í þessu sexu hlutverki sínu, dreifði spili og sinnti góðri varnarvinnu og því fær hann 6.

Pablo Punyed - 8 (106')
Átti stóran hlut í fyrsta marki Víkinga og leggur upp annað markið á Niko með geggjuðum skalla á Niko sem skoraði.

Danijel Djuric - 7 (75')
Átti mjög góða stoðsendingu í fyrsta marki Víkinga og var mjög sprækur á þessum 75 mínútum .

Ari Sigurpálsson - 7 (75')
Mjög líflegur á þessum 75 mínútum.

Birnir Snær Ingason - 6 (75')
Svipað og með Vuk, Binni reyndi oft á tíðum að skapa hættu með sínum hæfileikum en bara gekk lítið í dag.

Erlingur Agnarsson - 6
Sást ekkert í sóknarleik Víkinga, gef honum það hann hljóp eins og óður maður en hefur oft verið meira ógnandi.

Varamen
Nikolaj Hansen - 8,5
Vá! Mörk breyta leikjum og þvílík innkoma hjá þessum manni, tvö geggjuð framherjamörk þegar á mest reyndi. Maður leiksins.

Helgi Guðjónsson & Arnór Guðjohnsen - 6
Voru bara nokkuð sprækir en ekki mikið meira en það
Athugasemdir
banner
banner
banner