Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 01. október 2022 23:58
Brynjar Ingi Erluson
Man City ætlar að bjóða Haaland nýjan samning
Erling Braut Haaland
Erling Braut Haaland
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester City er ánægt með byrjun norska framherjans Erling Braut Haaland á tímabilinu og meira að segja það ánægt að nú sé það reiðubúið að bjóða honum nýjan samning, en þetta kemur fram í Daily Star.

Félagið keypti Haaland frá Borussia Dortmund í sumar og gerði hann fimm ára samning við Englandsmeistarana.

Haaland þurfti engan tíma í aðlögun og er hann nú með 11 mörk í 7 deildarleikjum.

Hann er með 14 mörk í öllum keppnum og virðist stefna að því að slá öll met.

Daily Star hefur heimildir fyrir því að Man City ætli sér að bjóða Haaland nýjan og bættan samning. Félagið hefur gert þetta síðustu ár með aðra leikmenn og er markmiðið að gera það sama með Haaland, en það er einnig gert til að koma í veg fyrir að önnur félög beri víurnar í hann.

Nýr samningur þýðir það að Haaland vær veglega launahækkun en talið er að hann sé að þéna 375 þúsund pund á viku hjá félaginu nú þegar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner