lau 01. október 2022 16:39
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikið: Thiago Silva heppinn að sleppa við rautt
Mynd: Getty Images

Chelsea lagði Crystal Palace á útivelli í öðrum leik Graham Potter við stjórnvölinn.


Potter byrjar því úrvalsdeildarferilinn hjá Chelsea með sigri en hann getur talið sig heppinn að dómarateymið refsaði hans mönnum ekki.

Palace tók forystuna snemma leiks og vildu leikmenn liðsins sjá hinn þaulreynda Thiago Silva fjúka af velli með rautt spjald tuttugu mínútum síðar. Hann var þá aftasti varnarmaður og féll til jarðar eftir samskipti við Jordan Ayew. 

Silva vildi fá dæmda aukaspyrnu sér í hag og dró boltann að sér með höndunum. Chris Kavanagh dómari dæmdi þess í stað aukaspyrnu fyrir Palace og gult spjald á Silva. Heimamenn heimtuðu að sjá rautt spjald en Kavanagh skipti ekki um skoðun.

Silva átti stoðsendingu fimm mínútum eftir þetta atvik þegar Pierre-Emerick Aubameyang jafnaði metin. Conor Gallagher kom inn af bekknum í síðari hálfleik og gerði sigurmark Chelsea undir lokin.

Sjáðu atvikið


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner